Fréttaskýring: Hvert stefnir Evrópusambandið? 13. september 2012 10:00 Jose Manuel Barroso Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins flytur stefnuræðu sína á fundi Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP „Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
„Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira