Innlent

Heita því að smakka ekki hvalkjöt

Sextán þúsund póstkort með kveðjum á fjölmörgum tungumálum voru afhent í atvinnuvega-ráðuneytinu í gær.fréttablaðið/anton
Sextán þúsund póstkort með kveðjum á fjölmörgum tungumálum voru afhent í atvinnuvega-ráðuneytinu í gær.fréttablaðið/anton
Fulltrúar atvinnuvega-ráðuneytisins tóku á móti sex-tán þúsund póstkortum frá sjálfboðaliðum samtakanna SEEDS. Á þeim voru undirskriftir 15 þúsund ferðamanna sem hétu því að smakka ekki hvalkjöt á meðan á dvöl þeirra hér stæði. Þá höfðu eitt þúsund Íslendingar skrifað nöfn sín á póstkortin.

Sigursteinn Másson, fulltrúi samtakanna, segir að sjálfboðaliðarnir hafi fengið mjög góðar móttökur í sumar. Auk þess að heita því að bragða ekki á kjötinu hvetja þeir sem skrifa undir stjórnvöld til að stöðva veiðar á hval við landið.

Sérstaka athygli veki hve margir Íslendingar höfðu frumkvæði að því að skrifa undir póstkortin, þó þau væru í raun fyrst og fremst ætluð ferðamönnum.

Hann segir markmiðið tvíþætt; annars vegar að sýna stjórnvöldum fram á hve umdeildar hvalveiðar eru og að Íslendingum sé í hag að hætta þeim.

„Þá vildum við vekja ferðamenn á Íslandi, sem langflestir segjast andvígir hvalveiðum, til vitundar um að með því að smakka hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum eru þeir að stuðla að áframhaldandi hvalveiðum.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×