Stefnir í metaðsókn á hátíð fyrir bangsalega homma 3. september 2012 10:15 Frosti Jónsson „Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira
„Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira