Stefnir í metaðsókn á hátíð fyrir bangsalega homma 3. september 2012 10:15 Frosti Jónsson „Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira