Stefnir í metaðsókn á hátíð fyrir bangsalega homma 3. september 2012 10:15 Frosti Jónsson „Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira