Stefnir í metaðsókn á hátíð fyrir bangsalega homma 3. september 2012 10:15 Frosti Jónsson „Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu íturvaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtudaginn. Um er að ræða fjögurra daga skipulagða ferð fyrir samkynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsasenan sé oft skilgreind út frá útliti er hún ekki síst þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár sú stærsta frá upphafi. „Fyrsta árið sóttu hana tuttugu útlendingar. Í fyrra voru þeir fjörutíu en í næstu viku koma sextíu til sjötíu,“ segir hann. „Samanborinn við þá stærstu á heimsvísu er viðburðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggulegum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöldskemmtanirnar. „Haugur af Íslendingum mætir á strákaballið í Iðasölum á laugardagskvöldið. 150 til 200 voru á stórdansleiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt íslenskum plötusnúðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira