Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-7 | Atli Guðna með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 01:35 FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu með 7-2 sigri á ÍA á Skipaskaga í dag. FH-ingar spiluðu Skagamenn sundur og saman í leiknum sem var, líkt og tölurnar gefa til kynna, hinn fjörugasti. Skagamenn byrjuðu leikinn betur í dag og hefðu getað komist yfir snemma leiks. Arnar Már Guðjónsson og Gary Martin fengu dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. FH-ingar sluppu með skrekkinn og refsuðu Skagamönnum sem höfðu aðeins fengið tvö stig úr leikjunum fjórum á undan eftir frábæra byrjun. Þrjú mörk á tólf mínútna kafla komu FH-ingum í þægilega stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Skagamenn voru sjálfir sér verstir því auk þess að nýta ekki færi sín gáfu þeir FH-ingum annað markið auk þess sem Árni Snær hefði getað gert betur í því þriðja. Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, gerði tvöfalda skiptingu snemma í síðari hálfleik og hún virtist kveikja í heimamönnum. Gary Martin minnkaði muninn og fór væntanlega um einhverja FH-inga í stúkunni. Vonarneisti heimamanna lifði í stundarfjórðung en þá skoraði Emil Pálsson eftir þunga sókn Hafnfirðinga. Í kjölfarið opnuðust allar flóðgáttir. Atli Guðnason kom FH í 5-1 áður en varamaðurinn Dean Martin minnkaði muninn með baráttumarki. FH-ingar, vel studdir af stuðningssveit sinni, bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Þar af kórónaði Atli Guðnason frábæran leik sinn með sínu þriðja marki í viðbótartíma. Lokatölurnar ótrúlegar í galopnum og skemmtilegum leik þó Skagamenn séu vafalítið ósammála síðari fullyrðingunni. Útlitið er vægast sagt svart hjá Skagamönnum. Þetta var annað stóra tap liðsins á heimavelli í þremur leikjum og ef ekki verður gripið í taumana gæti liðið lent í fallslag. FH-ingar hafa áður sýnt að þeir geta skorað mörkin. Þeir fengu þó 8-0 sigurinn á Fylki á dögunum allhressilega í andlitið í bikarnum gegn sama liði skömmu síðar. Fróðlegt verður að sjá hversu vel Heimi Guðjónssyni tekst að halda sínum mönnum á jörðinni. Skagamenn söknuðu Páls Gísla Jónssonar, markvarðar síns, í leiknum en hann glímir við meiðsli. Þeir fagna hins vegar endurkomu Englendingsins Mark Doninger sem virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum sínum. Ólafur Páll Snorrason hvíldi hjá FH-ingum en hann hefur glímt við meiðsl á hásin. Það var ekki að sjá á leik FH-inga í dag að hans væri alvarlega saknað. Ármann Smári: Ætli við höfum ekki ofmetnast eftir góða byrjun„Við drulluðum upp á bak, upp á axlir og niður hinum megin," voru fyrstu viðbrögð Ármanns Smára Björnssonar miðvarðar Skagamanna að leik loknum. „Við fáum þrjú dauðafæri sem við klikkum á og það er óásættanlegt á móti liði eins og FH," sagði Ármann Smári um upphafsmínúturnar þar sem Skagamenn hefðu hæglega getað komist einu eða tveimur mörkum yfir. Skagamenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik og reyndu að sækja áfram sem reyndist þeim dýrkeypt. „Við gleymdum okkur algjörlega í varnarleiknum. Þeir sækja hratt á okkur og skora mörkin þannig. Það segir sig sjálft að þá vorum við komnir með skítinn upp á axlir og enduðum með hann við tærnar aftur," sagði Ármann Smári ósáttur við varnarleik liðsins sem heild. „Auðvitað þurfum við öftustu fjórir að vera þéttari og hugsa betur um að halda markinu hreinu sem við gerðum ekki. En það er erfitt þegar heilt lið kemur á þig í skyndisókn." Skagamenn byrjuðu mótið með látum en hafa ekki unnið leik síðustu sex vikur. „Ætli við höfum ekki bara ofmetnast? Það er kannski auðvelt að segja það núna þegar maður er geðveikur í skapinu en eitthvað er það," sagði Ármann Smári sem var ekki viss um að tapið stóra myndi eitt og sér vekja Skagamenn til lífsins. „Við skitum á okkur á móti ÍBV, ekki vöknuðum við við það. Svo mætum við hérna og drullum á okkur. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og byrja á því að spila vörn. Byrja þar og reyna að fá stig." Atli Guðna: Mér líður best þegar enginn fylgist með mér„Við nýttum öll færin okkar. Eða meirihlutann að minnsta kosti," sagði Atli Guðnason og var ekkert að flækja hlutina hvernig liðið hefði farið að því að skora öll þessi mörk. Atli skoraði þrjú mörk auk þess að leggja upp eitt. Auk þess reyndi hann nokkrum sinnum skot af löngum færum sem voru víðs fjarri markinu. „Það gengur ekki. Ég verð að hætta þessu. En þegar ég kem inn í teiginn verð ég að skora," segir Atli sem vill ekki að FH brenni sig líkt og eftir 8-0 sigurinn á Fylki á dögunum. Þá tapaði liðið í bikarnum gegn sama liði skömmu síðar. „Þetta er spurning um stöðugleika og ekkert annað. Að koma sér niður á jörðina eftir svona sigra. Ef okkur tekst það erum við góðir en það hefur ekki tekist í sumar. Mesta vinnan fer í að koma sér niður á jörðina fyrir næsta leik og gera eins vel," segir Atli sem hefur verið hrósað mikið fyrir leik sinn í sumar. Atli var efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins sem birt var í gær. „Það er alltaf gaman þegar manni er hrósað. Mér líður samt alltaf best þegar enginn fylgist með mér," sagði FH-ingurinn hógværi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. 29. júní 2012 11:53 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu með 7-2 sigri á ÍA á Skipaskaga í dag. FH-ingar spiluðu Skagamenn sundur og saman í leiknum sem var, líkt og tölurnar gefa til kynna, hinn fjörugasti. Skagamenn byrjuðu leikinn betur í dag og hefðu getað komist yfir snemma leiks. Arnar Már Guðjónsson og Gary Martin fengu dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. FH-ingar sluppu með skrekkinn og refsuðu Skagamönnum sem höfðu aðeins fengið tvö stig úr leikjunum fjórum á undan eftir frábæra byrjun. Þrjú mörk á tólf mínútna kafla komu FH-ingum í þægilega stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Skagamenn voru sjálfir sér verstir því auk þess að nýta ekki færi sín gáfu þeir FH-ingum annað markið auk þess sem Árni Snær hefði getað gert betur í því þriðja. Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, gerði tvöfalda skiptingu snemma í síðari hálfleik og hún virtist kveikja í heimamönnum. Gary Martin minnkaði muninn og fór væntanlega um einhverja FH-inga í stúkunni. Vonarneisti heimamanna lifði í stundarfjórðung en þá skoraði Emil Pálsson eftir þunga sókn Hafnfirðinga. Í kjölfarið opnuðust allar flóðgáttir. Atli Guðnason kom FH í 5-1 áður en varamaðurinn Dean Martin minnkaði muninn með baráttumarki. FH-ingar, vel studdir af stuðningssveit sinni, bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Þar af kórónaði Atli Guðnason frábæran leik sinn með sínu þriðja marki í viðbótartíma. Lokatölurnar ótrúlegar í galopnum og skemmtilegum leik þó Skagamenn séu vafalítið ósammála síðari fullyrðingunni. Útlitið er vægast sagt svart hjá Skagamönnum. Þetta var annað stóra tap liðsins á heimavelli í þremur leikjum og ef ekki verður gripið í taumana gæti liðið lent í fallslag. FH-ingar hafa áður sýnt að þeir geta skorað mörkin. Þeir fengu þó 8-0 sigurinn á Fylki á dögunum allhressilega í andlitið í bikarnum gegn sama liði skömmu síðar. Fróðlegt verður að sjá hversu vel Heimi Guðjónssyni tekst að halda sínum mönnum á jörðinni. Skagamenn söknuðu Páls Gísla Jónssonar, markvarðar síns, í leiknum en hann glímir við meiðsli. Þeir fagna hins vegar endurkomu Englendingsins Mark Doninger sem virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum sínum. Ólafur Páll Snorrason hvíldi hjá FH-ingum en hann hefur glímt við meiðsl á hásin. Það var ekki að sjá á leik FH-inga í dag að hans væri alvarlega saknað. Ármann Smári: Ætli við höfum ekki ofmetnast eftir góða byrjun„Við drulluðum upp á bak, upp á axlir og niður hinum megin," voru fyrstu viðbrögð Ármanns Smára Björnssonar miðvarðar Skagamanna að leik loknum. „Við fáum þrjú dauðafæri sem við klikkum á og það er óásættanlegt á móti liði eins og FH," sagði Ármann Smári um upphafsmínúturnar þar sem Skagamenn hefðu hæglega getað komist einu eða tveimur mörkum yfir. Skagamenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik og reyndu að sækja áfram sem reyndist þeim dýrkeypt. „Við gleymdum okkur algjörlega í varnarleiknum. Þeir sækja hratt á okkur og skora mörkin þannig. Það segir sig sjálft að þá vorum við komnir með skítinn upp á axlir og enduðum með hann við tærnar aftur," sagði Ármann Smári ósáttur við varnarleik liðsins sem heild. „Auðvitað þurfum við öftustu fjórir að vera þéttari og hugsa betur um að halda markinu hreinu sem við gerðum ekki. En það er erfitt þegar heilt lið kemur á þig í skyndisókn." Skagamenn byrjuðu mótið með látum en hafa ekki unnið leik síðustu sex vikur. „Ætli við höfum ekki bara ofmetnast? Það er kannski auðvelt að segja það núna þegar maður er geðveikur í skapinu en eitthvað er það," sagði Ármann Smári sem var ekki viss um að tapið stóra myndi eitt og sér vekja Skagamenn til lífsins. „Við skitum á okkur á móti ÍBV, ekki vöknuðum við við það. Svo mætum við hérna og drullum á okkur. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og byrja á því að spila vörn. Byrja þar og reyna að fá stig." Atli Guðna: Mér líður best þegar enginn fylgist með mér„Við nýttum öll færin okkar. Eða meirihlutann að minnsta kosti," sagði Atli Guðnason og var ekkert að flækja hlutina hvernig liðið hefði farið að því að skora öll þessi mörk. Atli skoraði þrjú mörk auk þess að leggja upp eitt. Auk þess reyndi hann nokkrum sinnum skot af löngum færum sem voru víðs fjarri markinu. „Það gengur ekki. Ég verð að hætta þessu. En þegar ég kem inn í teiginn verð ég að skora," segir Atli sem vill ekki að FH brenni sig líkt og eftir 8-0 sigurinn á Fylki á dögunum. Þá tapaði liðið í bikarnum gegn sama liði skömmu síðar. „Þetta er spurning um stöðugleika og ekkert annað. Að koma sér niður á jörðina eftir svona sigra. Ef okkur tekst það erum við góðir en það hefur ekki tekist í sumar. Mesta vinnan fer í að koma sér niður á jörðina fyrir næsta leik og gera eins vel," segir Atli sem hefur verið hrósað mikið fyrir leik sinn í sumar. Atli var efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins sem birt var í gær. „Það er alltaf gaman þegar manni er hrósað. Mér líður samt alltaf best þegar enginn fylgist með mér," sagði FH-ingurinn hógværi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. 29. júní 2012 11:53 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. 29. júní 2012 11:53