Bikar-Baldur hetja KR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2012 09:15 Maður dagsins Baldur Sigurðsson sést hér með Borgunarbikarsskiltið eftir leikinn. fréttablaðið/daníel „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok. Heiður að skora sigurmarkið„Það er í fyrsta lagi heiður að fá að spila þennan leik. Það er heiður að leika þar sem allt er sett í sölurnar. Frábær völlur, frábærir áhorfendur og magnað andrúmsloft. Það er ákveðinn heiður að fá að skora sigurmark, þetta er þriðji leikurinn þar sem ég fæ þann heiður að skora sigurmark á þessum velli og í þessum leik. Það er virkilega gaman," sagði Baldur sem komst í hóp góðra manna sem skorað hafa í þremur bikarúrslitaleikjum á Laugardalsvelli. Guðmundur Steinsson, Pétur Pétursson, Pétur Ormslev, Marteinn Geirsson og Ragnar Margeirsson höfðu áður afrekað þetta. Guðmundur fagnaði þrisvar sigri líkt og Baldur en Guðmundur þurfti fjórar tilraunir til þess. Baldur skoraði seinna markið fyrir Keflavík í 2-0 sigri á núverandi liði sínu, KR, 2006. Hann skoraði seinna markið í öðrum 2-0 sigri, með KR gegn Þór í fyrra. Markið á laugardaginn kom beint af æfingasvæðinu. Tóku góðan hálftíma í æfingu „Við tókum góðan hálftíma í æfingu fyrir leik í föst leikatriði og þetta var eitt af því. À la Mexíkó frá Ólympíuleikunum," sagði Baldur sem vildi ekki gera mikið úr því afreki sínu að skora í þremur bikarúrslitaleikjum á þjóðarleikvanginum. „Ég veit ekki hvað veldur þessu. Ég er inni í teig nánast alltaf, í hvaða leik sem við spilum og ég vildi að ég gæti skorað meira í deildinni. Vonandi opnast eitthvað með þessu en þetta hefur gerst svona og það er ekki leiðinlegt að sigrarnir koma þegar maður skorar," sagði Baldur. Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum lengst af en klúðraði meðal annars vítaspyrnu á síðasta andartaki fyrri hálfleiks. Segja má að reynslan hafi hjálpað KR líkt og í leiknum gegn Þór í fyrra en þetta var þriðji bikarúrslitaleikur KR á jafn mörgum árum. Athyglin var á þeim„Þegar hitt liðið er nýtt í þessu og við höfum ákveðna reynslu þá reynir maður að fá þá til setja spennustigið sitt hærra. Athyglin var á þeim og þeir voru meira í fjölmiðlum en við komum rólegri inn í þetta. Það þýðir ekkert að vera stressaður í þessum leikjum. Eins og Jónas Guðni sagði við mig fyrir leik þá er veikasti hlekkur leikmannsins að óttast að gera mistök og þú hugsar bara að þú ætlir ekki að gera mistök, þú ætlir bara að skora. Þá dettur þetta inn," sagði Baldur en það vakti athygli að KR-liðið var allt boðað á æfingu klukkan ellefu í gærmorgun. „Það er stefna hjá þjálfurunum okkar og liðinu að taka þessum titlum sem við höfum unnið og þessu gengi af mikilli hógværð og við ætlum að halda því áfram. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum okkar og erum lítið fyrir að gaspra og vera með einhverja stæla. Við komum af hógværð inn í mót og sýnum okkur á vellinum í stað þess að vera með stæla í fjölmiðlum," sagði Mývetningurinn rauðbirkni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok. Heiður að skora sigurmarkið„Það er í fyrsta lagi heiður að fá að spila þennan leik. Það er heiður að leika þar sem allt er sett í sölurnar. Frábær völlur, frábærir áhorfendur og magnað andrúmsloft. Það er ákveðinn heiður að fá að skora sigurmark, þetta er þriðji leikurinn þar sem ég fæ þann heiður að skora sigurmark á þessum velli og í þessum leik. Það er virkilega gaman," sagði Baldur sem komst í hóp góðra manna sem skorað hafa í þremur bikarúrslitaleikjum á Laugardalsvelli. Guðmundur Steinsson, Pétur Pétursson, Pétur Ormslev, Marteinn Geirsson og Ragnar Margeirsson höfðu áður afrekað þetta. Guðmundur fagnaði þrisvar sigri líkt og Baldur en Guðmundur þurfti fjórar tilraunir til þess. Baldur skoraði seinna markið fyrir Keflavík í 2-0 sigri á núverandi liði sínu, KR, 2006. Hann skoraði seinna markið í öðrum 2-0 sigri, með KR gegn Þór í fyrra. Markið á laugardaginn kom beint af æfingasvæðinu. Tóku góðan hálftíma í æfingu „Við tókum góðan hálftíma í æfingu fyrir leik í föst leikatriði og þetta var eitt af því. À la Mexíkó frá Ólympíuleikunum," sagði Baldur sem vildi ekki gera mikið úr því afreki sínu að skora í þremur bikarúrslitaleikjum á þjóðarleikvanginum. „Ég veit ekki hvað veldur þessu. Ég er inni í teig nánast alltaf, í hvaða leik sem við spilum og ég vildi að ég gæti skorað meira í deildinni. Vonandi opnast eitthvað með þessu en þetta hefur gerst svona og það er ekki leiðinlegt að sigrarnir koma þegar maður skorar," sagði Baldur. Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum lengst af en klúðraði meðal annars vítaspyrnu á síðasta andartaki fyrri hálfleiks. Segja má að reynslan hafi hjálpað KR líkt og í leiknum gegn Þór í fyrra en þetta var þriðji bikarúrslitaleikur KR á jafn mörgum árum. Athyglin var á þeim„Þegar hitt liðið er nýtt í þessu og við höfum ákveðna reynslu þá reynir maður að fá þá til setja spennustigið sitt hærra. Athyglin var á þeim og þeir voru meira í fjölmiðlum en við komum rólegri inn í þetta. Það þýðir ekkert að vera stressaður í þessum leikjum. Eins og Jónas Guðni sagði við mig fyrir leik þá er veikasti hlekkur leikmannsins að óttast að gera mistök og þú hugsar bara að þú ætlir ekki að gera mistök, þú ætlir bara að skora. Þá dettur þetta inn," sagði Baldur en það vakti athygli að KR-liðið var allt boðað á æfingu klukkan ellefu í gærmorgun. „Það er stefna hjá þjálfurunum okkar og liðinu að taka þessum titlum sem við höfum unnið og þessu gengi af mikilli hógværð og við ætlum að halda því áfram. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum okkar og erum lítið fyrir að gaspra og vera með einhverja stæla. Við komum af hógværð inn í mót og sýnum okkur á vellinum í stað þess að vera með stæla í fjölmiðlum," sagði Mývetningurinn rauðbirkni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira