Barátta Bretanna um bikarinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2012 07:30 Doninger og Martin ætla að taka vel á því í dag. fréttablaðið/stefán Þegar þeir Gary Martin og Mark Doninger yfirgáfu Akranes í síðasta mánuði voru þeir ekki vinsælustu mennirnir á Akranesi. Þeir höfðu heldur ekki farið leynt með þá skoðun sína að þeim leiddist upp á Skaga og þurftu breytingu á sínum högum. Hana fengu þeir og báðir hafa blómstrað með sínum nýju liðum. Annar hvor þeirra mun svo standa uppi sem bikarmeistari í dag. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í Stjörnuna var möguleikinn að komast í bikarúrslit. Það gekk eftir og ég get ekki beðið," segir Doninger og brosir út í annað. Það er ekki hægt að segja annað en að tímabilið hafi verið mikill rússíbani hjá þeim félögum. Þeir taka undir það. „Ef þú hefðir sagt við okkur fyrir nokkrum vikum upp á Akranesi að við myndum spila bikarúrslitaleik á móti hvor öðrum hefðum við sagt að þú væri bilaður," segir Doninger og Martin hlær honum til samlætis og hristir hausinn. Martin var að spila ágætlega upp á Akranesi á meðan Doninger fann sig ekki í sumar. Hann hefur aftur á móti verið óstöðvandi síðan hann kom til Stjörnunnar og skorar nánast í hverjum leik. „Það vita margir hvað var í gangi en ég vil ekki tala um það. Ég er að spila með betri leikmönnum hjá Stjörnunni en hjá ÍA. Ég þarf bara að tímasetja hlaupin mín rétt. Þetta er miklu auðveldara og leikstíll Störnunnar hentar mér miklu betur. Það var allt of mikill „kick and run" bolti upp á Akranesi," segir Doninger. Þó svo Martin væri að spila vel upp á Skaga þá var lítið um bros og hann sendi stuðningsmönnum ÍA meira að segja einu sinni tóninn er hann skoraði. Var með skilaboð á nærbolnum sínum um að honum væri sama um hvað fólkið í stúkunni segði um hann. „Rúnar hefur gefið mér tækifæri til þess að spila fremst þar sem ég vil vera. Ég er þakklátur fyrir það og legg hart að mér. Ég hef verið að spila vel og er farinn að brosa aftur. Ég er mjög hamingjusamur í KR og hef gaman af hverri æfingu. Brosi mun meira en ég gerði enda ekkert til að hafa áhyggjur af." Eins og sjá má á tölfræðinni sem fylgir greininni hefur þeim gengið vel upp á síðkastið en liðum þeirra hefur reyndar ekki gengið eins vel í stigasöfnun á sama tíma. Einhverjir hafa viljað túlka það á neikvæðan hátt en þeir gefa lítið fyrir það. „ÍA fékk sjö stig en KR fimm og Stjarnan fjögur. Það má ekki gleyma því að ÍA tók öll tólf fyrstu stigin á tímabilinu með mig og Mark í liðinu. Þeir eru því ekkert að standa sig betur. Okkur gengur betur og er alveg sama hvað fólk er segja," segir Martin ákveðinn. Síðustu dagarnir fram að bikarúrslitaleik eru oft lengi að líða en ekki hjá hamingjusömu Bretunum í Reykjavík. „Dagarnir fljúga hjá og maður er í fótbolta fyrir þessa daga og slíkan leik," segir Doninger en ætlar hann að tækla vin sinn fái hann tækifæri til þess í dag? „Ég veit það ekki. Það verður að koma í ljós," segir Doninger sposkur. „Ætli ég reyni ekki bara að halda mig fjarri honum. Mark er harður," bætir Gary við og hlær dátt. Þeir félagar eru sammála um að leikurinn verði skemmtilegur á að horfa og búast jafnvel við markaflóði. „Leikurinn gæti vel farið í framlengingu í stöðunni 3-3 eða 2-2. Bæði lið kunna að sækja og eru með fullt af góðum sóknarmönnum. Þetta verður örugglega skemmtilegt," segir Doninger en Stjörnunni hefur ekki gengið eins vel að verjast í sumar og KR. „Ég hlakka til þess að spila þennan leik. Ég er í frábæru liði og það er magnað að spila með strákum eins og Óskari Erni. Þeir eru svo góðir að ég sagði við Mark í gríni að ég væri líklega lélegastur í liðinu," sagði hinn síbrosandi Martin og bætti við. „Við erum báðir miklir keppnismenn og það verður ekkert gefið í leiknum. Við ætlum báðir að vinna."Saman uppi á Skaga: Gary Martin - 3 mörk í 12 leikjum Mark Doninger - 1 mark í 8 leikjum Samanlagt: 4 mörk í 20 leikjumSíðan þeir fóru af Skaganum: Gary Martin með KR - 4 mörk í 5 leikjum Mark Doninger með Stjörnunni - 5 mörk í 5 leikjum Samanlagt: 9 mörk í 10 leikjum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Þegar þeir Gary Martin og Mark Doninger yfirgáfu Akranes í síðasta mánuði voru þeir ekki vinsælustu mennirnir á Akranesi. Þeir höfðu heldur ekki farið leynt með þá skoðun sína að þeim leiddist upp á Skaga og þurftu breytingu á sínum högum. Hana fengu þeir og báðir hafa blómstrað með sínum nýju liðum. Annar hvor þeirra mun svo standa uppi sem bikarmeistari í dag. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í Stjörnuna var möguleikinn að komast í bikarúrslit. Það gekk eftir og ég get ekki beðið," segir Doninger og brosir út í annað. Það er ekki hægt að segja annað en að tímabilið hafi verið mikill rússíbani hjá þeim félögum. Þeir taka undir það. „Ef þú hefðir sagt við okkur fyrir nokkrum vikum upp á Akranesi að við myndum spila bikarúrslitaleik á móti hvor öðrum hefðum við sagt að þú væri bilaður," segir Doninger og Martin hlær honum til samlætis og hristir hausinn. Martin var að spila ágætlega upp á Akranesi á meðan Doninger fann sig ekki í sumar. Hann hefur aftur á móti verið óstöðvandi síðan hann kom til Stjörnunnar og skorar nánast í hverjum leik. „Það vita margir hvað var í gangi en ég vil ekki tala um það. Ég er að spila með betri leikmönnum hjá Stjörnunni en hjá ÍA. Ég þarf bara að tímasetja hlaupin mín rétt. Þetta er miklu auðveldara og leikstíll Störnunnar hentar mér miklu betur. Það var allt of mikill „kick and run" bolti upp á Akranesi," segir Doninger. Þó svo Martin væri að spila vel upp á Skaga þá var lítið um bros og hann sendi stuðningsmönnum ÍA meira að segja einu sinni tóninn er hann skoraði. Var með skilaboð á nærbolnum sínum um að honum væri sama um hvað fólkið í stúkunni segði um hann. „Rúnar hefur gefið mér tækifæri til þess að spila fremst þar sem ég vil vera. Ég er þakklátur fyrir það og legg hart að mér. Ég hef verið að spila vel og er farinn að brosa aftur. Ég er mjög hamingjusamur í KR og hef gaman af hverri æfingu. Brosi mun meira en ég gerði enda ekkert til að hafa áhyggjur af." Eins og sjá má á tölfræðinni sem fylgir greininni hefur þeim gengið vel upp á síðkastið en liðum þeirra hefur reyndar ekki gengið eins vel í stigasöfnun á sama tíma. Einhverjir hafa viljað túlka það á neikvæðan hátt en þeir gefa lítið fyrir það. „ÍA fékk sjö stig en KR fimm og Stjarnan fjögur. Það má ekki gleyma því að ÍA tók öll tólf fyrstu stigin á tímabilinu með mig og Mark í liðinu. Þeir eru því ekkert að standa sig betur. Okkur gengur betur og er alveg sama hvað fólk er segja," segir Martin ákveðinn. Síðustu dagarnir fram að bikarúrslitaleik eru oft lengi að líða en ekki hjá hamingjusömu Bretunum í Reykjavík. „Dagarnir fljúga hjá og maður er í fótbolta fyrir þessa daga og slíkan leik," segir Doninger en ætlar hann að tækla vin sinn fái hann tækifæri til þess í dag? „Ég veit það ekki. Það verður að koma í ljós," segir Doninger sposkur. „Ætli ég reyni ekki bara að halda mig fjarri honum. Mark er harður," bætir Gary við og hlær dátt. Þeir félagar eru sammála um að leikurinn verði skemmtilegur á að horfa og búast jafnvel við markaflóði. „Leikurinn gæti vel farið í framlengingu í stöðunni 3-3 eða 2-2. Bæði lið kunna að sækja og eru með fullt af góðum sóknarmönnum. Þetta verður örugglega skemmtilegt," segir Doninger en Stjörnunni hefur ekki gengið eins vel að verjast í sumar og KR. „Ég hlakka til þess að spila þennan leik. Ég er í frábæru liði og það er magnað að spila með strákum eins og Óskari Erni. Þeir eru svo góðir að ég sagði við Mark í gríni að ég væri líklega lélegastur í liðinu," sagði hinn síbrosandi Martin og bætti við. „Við erum báðir miklir keppnismenn og það verður ekkert gefið í leiknum. Við ætlum báðir að vinna."Saman uppi á Skaga: Gary Martin - 3 mörk í 12 leikjum Mark Doninger - 1 mark í 8 leikjum Samanlagt: 4 mörk í 20 leikjumSíðan þeir fóru af Skaganum: Gary Martin með KR - 4 mörk í 5 leikjum Mark Doninger með Stjörnunni - 5 mörk í 5 leikjum Samanlagt: 9 mörk í 10 leikjum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira