Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Markahæstur Jón Daði er markahæstur Selfyssinga í efstu deild í sumar með fimm mörk.Fréttablaðið/Ernir Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. Selfyssingar léku einnig í efstu deild, í fyrsta skipti, sumarið 2010. Eftir góða byrjun fataðist liðinu flugið og féll úr deildinni. „Mér finnst liðið núna töluvert sterkara en 2010. Þá fórum við þetta nánast aðeins á heimamönnum sem virkaði því miður ekki. Reynsluleysi blandaðist inn í það og menn ekki í besta forminu. Nú er meiri fagmennska í liðinu. Við stöndum saman, æfum aukalega og menn hugsa betur um sig," segir Jón Daði sem hefur hlotið mikið lof fyrir sína frammistöðu í sumar. Hann viðurkennir að önnur félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. „Ég myndi aldrei fara í annað íslenskt félag á miðju tímabili. Mér fyndist það óvirðing og myndi aldrei skipta fyrr en að tímabilinu loknu. Ef áhuginn væri erlendis frá væri ég hins vegar alltaf opinn fyrir því," segir Jón Daði sem á ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið Selfyssinga hefur verið töluvert í umræðunni vegna fjölda útlendinga í herbúðum sínum. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá Jóni Daða. „Við erum ekki að fá bara einhverja leikmenn til okkar. Þetta eru frábærir karakterar og Norðmennirnir eru sem dæmi farnir að tala reiprennandi íslensku. Ég hef fulla trú á að við getum bætt stöðu okkar. Mér finnst Selfossliðið miklu sterkara en við höfum sýnt."Lið 15. umferðar Markvörður: Sigmar Ingi Sigurðarson, Breiðabliki Varnarmenn: Matt Garner, ÍBV Guðmann Þórisson, FH Almarr Ormarsson, Fram Miðjumenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Bjarki Gunnlaugsson, FH Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA Jón Daði Böðvarsson, Selfoss Sóknarmenn: Víðir Þorvarðarson, ÍBV Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur Pape Mamadou Faye, Grindavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. Selfyssingar léku einnig í efstu deild, í fyrsta skipti, sumarið 2010. Eftir góða byrjun fataðist liðinu flugið og féll úr deildinni. „Mér finnst liðið núna töluvert sterkara en 2010. Þá fórum við þetta nánast aðeins á heimamönnum sem virkaði því miður ekki. Reynsluleysi blandaðist inn í það og menn ekki í besta forminu. Nú er meiri fagmennska í liðinu. Við stöndum saman, æfum aukalega og menn hugsa betur um sig," segir Jón Daði sem hefur hlotið mikið lof fyrir sína frammistöðu í sumar. Hann viðurkennir að önnur félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. „Ég myndi aldrei fara í annað íslenskt félag á miðju tímabili. Mér fyndist það óvirðing og myndi aldrei skipta fyrr en að tímabilinu loknu. Ef áhuginn væri erlendis frá væri ég hins vegar alltaf opinn fyrir því," segir Jón Daði sem á ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið Selfyssinga hefur verið töluvert í umræðunni vegna fjölda útlendinga í herbúðum sínum. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá Jóni Daða. „Við erum ekki að fá bara einhverja leikmenn til okkar. Þetta eru frábærir karakterar og Norðmennirnir eru sem dæmi farnir að tala reiprennandi íslensku. Ég hef fulla trú á að við getum bætt stöðu okkar. Mér finnst Selfossliðið miklu sterkara en við höfum sýnt."Lið 15. umferðar Markvörður: Sigmar Ingi Sigurðarson, Breiðabliki Varnarmenn: Matt Garner, ÍBV Guðmann Þórisson, FH Almarr Ormarsson, Fram Miðjumenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Bjarki Gunnlaugsson, FH Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA Jón Daði Böðvarsson, Selfoss Sóknarmenn: Víðir Þorvarðarson, ÍBV Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur Pape Mamadou Faye, Grindavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira