Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2012 18:49 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira