Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2012 18:49 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda