Hin árlegu CDFA-verðlaun, Counsel of Fashion Designers of America, fóru fram í New York á mánudagskvöldið. Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen voru valdar kvenhönnuðir ársins fyrir fatamerkið sitt The Row og skutu mörgum þungavigtarmönnum í hönnunarbransanum ref fyrir rass. Tískuelítan var mætt á rauða dregilinn þar sem menn kepptust við að skarta sínu fínasta pússi. William Reid var valinn karlhönnuður ársins og leikarinn Johnny Depp var tískufyrirmynd ársins.
