Lífið

Kosin kynþokkafyllst

Lesendum Maxim finnst fyrirsætan Bar Refaeli kynþokkafyllst í heimi.
Lesendum Maxim finnst fyrirsætan Bar Refaeli kynþokkafyllst í heimi. Nordicphotos/afp
Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli var á dögunum kosin kynþokkafyllsta kona í heimi af lesendum tímaritsins Maxim. Refaeli er þekkt sem fyrrum kærasta leikarans Leonardos DiCaprio en þau hættu saman árið 2009. „Það er mikill heiður að lenda í fyrsta sæti af 100 konum og gaman að tilheyra þessum fagra hópi,“ segir Refaeli í viðtali við Maxim en hún er einhleyp þessa stundina. „Ég er að leita að einhverjum sem er líka besti vinur minn, hlær með mér og kennir mér nýja hluti. Það hljómar kannski auðvelt en það er erfitt að finna einhvern sem uppfyllir þessar kröfur mínar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.