Erlent

Fékk ævilangt fangelsi í Kína

Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi.
Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi.
Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi. Lai var framseldur frá Kanada til Kína á síðasta ári, eftir að kínversk stjórnvöld höfðu lofað Kanadamönnum því að hann yrði ekki tekinn af lífi.

Lai stundaði stórfellt smygl á ýmsum varningi, allt frá sígarettum til bifreiða, en flúði til Kanada eftir að upp um hann komst árið 1999.

Mál hans olli töluverðu hneyksli í Kína á sínum tíma. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að smyglveltan hafi numið 3,3 milljörðum dala, jafnvirði nærri 380 milljörðum króna. Auk þess sveik hann undan skatti og mútaði 64 embættismönnum á árunum 1966-99.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×