Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2012 06:00 Emil er tæplega 190 sentimetrar á hæð og afar sterkur skallamaður. Mynd/Vilhelm Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira