Innlent

Atvinnuþátttaka dróst lítillega saman

starfandi Alls 78,8 prósent landsmanna eru þátttakendur á vinnumarkaði. Í þeim hópi eru 92,8 prósent með atvinnu.Fréttablaðið/Anton
starfandi Alls 78,8 prósent landsmanna eru þátttakendur á vinnumarkaði. Í þeim hópi eru 92,8 prósent með atvinnu.Fréttablaðið/Anton
Á fyrsta ársfjórðungi ársins voru að jafnaði 176.200 manns á vinnumarkaði og fjölgaði um 300 einstaklinga frá sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta 78,8 prósent atvinnuþátttöku en hún var 79,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun Hagstofunnar um stöðu mála á vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Þeir sem teljast þátttakendur á vinnumarkaði eru annars vegar starfandi og hins vegar atvinnulausir í starfsleit. Utan við þann hóp standa atvinnulausir sem hafa hætt leit að vinnu og námsmenn. Atvinnuþátttaka karla var 82,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi en kvenna 75,4 prósent.

Að meðaltali voru 7,2 prósent þátttakenda á vinnumarkaði atvinnulausir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Fækkaði atvinnulausum um 1.000 á milli ára. Atvinnuleysi meðal karla er 7,8 prósent en 6,5 prósent meðal kvenna.

Alls 2.800 manns eða 1,6 prósent þátttakenda á vinnumarkaði höfðu verið atvinnulaus í tólf mánuði eða lengur á fyrsta ársfjórðungi. Er sá hópur skilgreindur sem langtímaatvinnulaus. Hefur einnig fækkað í honum um 1.000 milli ára.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×