Innlent

Njóta kyrrðarinnar í Skálholti

Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar dvelja þessa dagana í Skálholti.
Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar dvelja þessa dagana í Skálholti. Fréttablaðið/Pjetur
Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar, ásamt Anders Wejryd erkibiskupi, komu til landsins í gær. Þeir dvelja í Skálholti frá deginum í dag til föstudags og njóta kyrrðar og uppbyggingar undir handleiðslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands.

Hefð er fyrir því innan sænsku kirkjunnar að biskupar leiti sér árlega endurnýjunar í starfi með áþekkum hætti og með þessari ferð til Íslands. Þetta er þó í fyrsta sinn sem biskupar sænsku kirkjunnar koma til Íslands.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×