Innlent

Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði.

Friðrik telur að sér vegið í tveimur pistlum sem Ólafur birti á vefmiðlinum Pressunni, fyrst í júlí 2010 og svo í júlí 2011. Þar hélt Ólafur því fram að LÍÚ, fyrir tilstilli og undir stjórn Friðriks, styddi vefinn AMX til nafnlausra níðskrifa með dulbúnum fjárframlögum sem næmu tuttugu milljónum á ári.

Friðrik krefur Ólaf um eina milljón króna í miskabætur og auk þess um 1,6 milljónir til að standa straum af kostnaði við að birta dóminn í fjölmiðlum. Málið verður tekið fyrir 10. apríl. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×