Lífið

Tvíburar sem hugsa eins

Ashley og Mary-Kate Olsen eru mjög samrýndar og hugsa eins.
Ashley og Mary-Kate Olsen eru mjög samrýndar og hugsa eins. nordicphotos/getty
Tvíburasysturnar Ashley og Mary-Kate Olsen viðurkenna í nýju viðtali við Elle UK að þær fái gjarnan sömu hugmyndina á sama tíma.

Systurnar slógu í gegn á barnsaldri fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Full House en hafa nú alfarið snúið sér að fatahönnun og öðrum rekstri. Þær segjast mjög nánar, svo nánar að stundum virðast þær deila sama huga.

„Við löðumst að ólíkum hlutum en erum þó alltaf sammála. Ég er ekki viss um að við áttum okkur á hversu samstilltar við í raun erum. Þetta er næstum eins og einn heili sem deilist á tvær manneskjur," sagði Ashley við blaðamann Elle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.