Innlent

Lætur brimið ekki hafa áhrif

Úfinn sjór í eyjum Sautjánda hola golfvallarins er skemmtilegust að mati Atla. 
fréttablaðið/óskar p. friðriksson
Úfinn sjór í eyjum Sautjánda hola golfvallarins er skemmtilegust að mati Atla. fréttablaðið/óskar p. friðriksson
 „Ég byrjaði 12. apríl 1963, það var föstudagurinn langi. Þetta man ég nákvæmlega,“ segir Atli Aðalsteinsson í Vestmannaeyjum, sem hefur spilað á golfvellinum þar í 49 ár með hléum.

Þrjár holur á golfvellinum eru alveg við sjóinn og því er oft talsvert brim þar. Atli segir þó að hann hafi sjaldan eða aldrei séð eins mikið brim og fyrir helgi, þegar myndin var tekin. „Veðrið var aftur á móti mjög gott þennan dag, það var blankalogn. Ég segi stundum að þetta sé himnaríki á jörð, Herjólfsdalur.“ - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×