Sigurður Ragnar: Getum varist vel á móti bestu liðum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2012 07:30 Hallbera Gísladóttir í leiknum á móti Þýskalandi í gær.Nordicphotos/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. „Maður er aldrei ánægður með að tapa en frammistaðan hjá liðinu var góð í leiknum og sérstaklega voru þær sterkar og vel skipulagðar varnarlega," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson en Margrét Lára Viðarsdóttir komst næst því að skora þegar hún átti sláarskot úr hornspyrnu í lok fyrri hálfleiksins. „Ég var mjög ánægður með þetta því þetta er eitt allra besta liðið í heimi. Við vorum auðvitað að verjast stóran hluta leiksins og náðum lítið að skapa okkur sóknarlega. Það sem við tökum út úr þessu er að við getum varist mjög vel á móti allra bestu liðum heims," segir Sigurður Ragnar. Íslenska kvennalandsliðið hefur tapað öllum tólf leikjum sínum við Þýskaland en tveir þeir síðustu hafa aðeins tapast 0-1. „Ísland hefur aldrei unnið Þýskaland og við skoruðum síðast á móti þeim árið 1987 og markatalan fyrir leikinn var 3-47. Við erum klárlega að nálgast þær. Okkur fannst við vera meira inni í þessum leik en á móti þeim í lokakeppninni. Við gáfum sjaldnar færi á okkur núna og við finnum að við erum að nálgast bestu liðin í getu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar hrósaði þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Mist Edvardsdóttur sem voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu, Gunnhildur á miðjunni og Mist í miðri vörninni með fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur. „Við hentum þeim út í djúpu laugina og ef þú getur spilað vel á móti Þýskalandi þá ættir þú að geta það á móti flestum liðum í heimi. Ég var mjög ánægður með það hvernig þær stóðu sig í leiknum og það er ekki auðvelt að byrja inn á með mjög litla landsleikjareynslu," segir Sigruður Ragnar. „Við tökum það með okkur út úr leiknum sem var gott og reynum að byggja ofan á það. Það er stutt í næsta leik og það er líka mjög sterkt lið, Svíþjóð. Okkur hefur aðeins einu sinni tekist að vinna þær þannig að það verður bara annað mjög gott próf fyrir liðið," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. „Maður er aldrei ánægður með að tapa en frammistaðan hjá liðinu var góð í leiknum og sérstaklega voru þær sterkar og vel skipulagðar varnarlega," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson en Margrét Lára Viðarsdóttir komst næst því að skora þegar hún átti sláarskot úr hornspyrnu í lok fyrri hálfleiksins. „Ég var mjög ánægður með þetta því þetta er eitt allra besta liðið í heimi. Við vorum auðvitað að verjast stóran hluta leiksins og náðum lítið að skapa okkur sóknarlega. Það sem við tökum út úr þessu er að við getum varist mjög vel á móti allra bestu liðum heims," segir Sigurður Ragnar. Íslenska kvennalandsliðið hefur tapað öllum tólf leikjum sínum við Þýskaland en tveir þeir síðustu hafa aðeins tapast 0-1. „Ísland hefur aldrei unnið Þýskaland og við skoruðum síðast á móti þeim árið 1987 og markatalan fyrir leikinn var 3-47. Við erum klárlega að nálgast þær. Okkur fannst við vera meira inni í þessum leik en á móti þeim í lokakeppninni. Við gáfum sjaldnar færi á okkur núna og við finnum að við erum að nálgast bestu liðin í getu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar hrósaði þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Mist Edvardsdóttur sem voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu, Gunnhildur á miðjunni og Mist í miðri vörninni með fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur. „Við hentum þeim út í djúpu laugina og ef þú getur spilað vel á móti Þýskalandi þá ættir þú að geta það á móti flestum liðum í heimi. Ég var mjög ánægður með það hvernig þær stóðu sig í leiknum og það er ekki auðvelt að byrja inn á með mjög litla landsleikjareynslu," segir Sigruður Ragnar. „Við tökum það með okkur út úr leiknum sem var gott og reynum að byggja ofan á það. Það er stutt í næsta leik og það er líka mjög sterkt lið, Svíþjóð. Okkur hefur aðeins einu sinni tekist að vinna þær þannig að það verður bara annað mjög gott próf fyrir liðið," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira