Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2012 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira