Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2012 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara. Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara.
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira