Mannekla hjá lögreglu vandamál í Leifsstöð 23. janúar 2012 07:00 Til að fá aðgangspassa á Keflavíkurvelli þarf að fara í gegn um umfangsmikið mat og bakgrunnsskoðun hjá lögreglu. Fréttablaðið/Pjetur Dæmi eru um að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli komist ekki leiðar sinnar um völlinn vegna útrunna starfsmannapassa sem þeir fá ekki endurnýjaða. Um 160 umsóknir varðandi endurnýjaða starfsmannapassa liggja nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum, en endurnýjunar var krafist á þriggja ára fresti. Síðustu tíu ár hefur lögreglan þurft að staðfesta að starfsfólk sé með hreinan sakaferil, en slík skoðun hefur tekið um viku til tíu daga. Í nóvember í fyrra tók ný reglugerð gildi, svo skoðun lögreglu varð mun umfangsmeiri en áður og eru henni gefnir þrír mánuðir til yfirferðarinnar. Svala Guðjónsdóttir, starfsmannastjóri IGS, stærsta atvinnurekanda í Leifsstöð, segir ástandið hafa farið hríðversnandi eftir að reglunum var breytt. „Við erum með fastráðna starfsmenn með áralanga reynslu sem geta nú ekki sinnt skyldum sínum vegna þess að þeir hafa ekki fengið passann sinn endurnýjaðan," segir Svala. „Þeir þurfa að vera með annan starfsmann með sér til að komast í gegn þar sem dyr eru læstar og annað. Meira að segja næturvörðurinn okkar kemst ekki sjálfur í gegn." IGS mun ráða á milli 250 til 300 nýja starfsmenn fyrir sumarið og segir Svala að hún eigi erfitt með að sjá hvernig afgreiðsla þeirra umsókna eigi eftir að ganga upp fyrir sumarið. „Ef við komum fólki ekki inn verður það einfaldlega þannig að vélar komast ekki út og inn á réttum tíma. Þetta mun engan veginn ganga upp, hvorki fyrir IGS en aðra á þessu svæði." Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir skoðunina taka mun meiri tíma en áður, en þrátt fyrir það fylgi því ekkert aukið fjármagn. „Við erum að reyna að gera eins vel og við getum, þetta er alls ekki verkefni sem mætir afgangi," útskýrir Sigríður. „En við höfum áhyggjur af því að við ráðum ekki við allar þessar nýju umsóknir ef við fáum ekki frekari mannskap." sunna@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Dæmi eru um að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli komist ekki leiðar sinnar um völlinn vegna útrunna starfsmannapassa sem þeir fá ekki endurnýjaða. Um 160 umsóknir varðandi endurnýjaða starfsmannapassa liggja nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum, en endurnýjunar var krafist á þriggja ára fresti. Síðustu tíu ár hefur lögreglan þurft að staðfesta að starfsfólk sé með hreinan sakaferil, en slík skoðun hefur tekið um viku til tíu daga. Í nóvember í fyrra tók ný reglugerð gildi, svo skoðun lögreglu varð mun umfangsmeiri en áður og eru henni gefnir þrír mánuðir til yfirferðarinnar. Svala Guðjónsdóttir, starfsmannastjóri IGS, stærsta atvinnurekanda í Leifsstöð, segir ástandið hafa farið hríðversnandi eftir að reglunum var breytt. „Við erum með fastráðna starfsmenn með áralanga reynslu sem geta nú ekki sinnt skyldum sínum vegna þess að þeir hafa ekki fengið passann sinn endurnýjaðan," segir Svala. „Þeir þurfa að vera með annan starfsmann með sér til að komast í gegn þar sem dyr eru læstar og annað. Meira að segja næturvörðurinn okkar kemst ekki sjálfur í gegn." IGS mun ráða á milli 250 til 300 nýja starfsmenn fyrir sumarið og segir Svala að hún eigi erfitt með að sjá hvernig afgreiðsla þeirra umsókna eigi eftir að ganga upp fyrir sumarið. „Ef við komum fólki ekki inn verður það einfaldlega þannig að vélar komast ekki út og inn á réttum tíma. Þetta mun engan veginn ganga upp, hvorki fyrir IGS en aðra á þessu svæði." Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir skoðunina taka mun meiri tíma en áður, en þrátt fyrir það fylgi því ekkert aukið fjármagn. „Við erum að reyna að gera eins vel og við getum, þetta er alls ekki verkefni sem mætir afgangi," útskýrir Sigríður. „En við höfum áhyggjur af því að við ráðum ekki við allar þessar nýju umsóknir ef við fáum ekki frekari mannskap." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira