Lífið

Ný plata frá The Killers

Hljómsveitin The Killers gefur út nýja plötu á þessu ári.
Hljómsveitin The Killers gefur út nýja plötu á þessu ári.
Brandon Flowers, söngvari The Killers, segir að hljómsveitin ætli pottþétt að gefa út nýja plötu á þessu ári. Í samtali við BBC sagðist hann ekki vita nákvæmlega hvenær hún kæmi út. „Við viljum ekki búa til Hot Fuss 2, Sam's Town 2 eða Day & Age 2. Kannski tökum við það besta úr þessu öllu og gerum það sem við kunnum," sagði Flowers. Fjögur ár eru liðin síðan Day & Age kom út. Trommarinn Ronnie Vannucci hefur áður upplýst að gítarleikur verði meira áberandi á nýju plötunni og að þeir væru búnir að semja nokkur frábær Killers-lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.