Fljótandi eyjar í sjónmáli 10. apríl 2012 01:00 Flothýsi við ána Meuse í Hollandi Þessi íbúðarhús standa á landi en fara á flot þegar vatn flæðir undir þau. Húsin voru reist árið 2005 og stóðust allar væntingar í flóðunum miklu á síðasta ári.nordicphotos/AFP Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. Hugmyndir af ýmsu tagi hafa verið viðraðar. Þar á meðal hafa menn látið sér detta í hug að byggja fljótandi mosku og jafnvel fljótandi golfvöll á Maldíveyjum í Indlandshafi, en miklar líkur þykja á því að þær eyjar fari að stórum hluta í kaf. Einnig hafa verið þróaðar hugmyndir að sjúkrahúsi sem gæti staðið á 400 stólpum þegar flóðavatn verður hvað mest í Taílandi. Þá hafa menn í Hollandi nú þegar nokkurra ára reynslu af húsum sem standa á landi en fara á flot þegar vatn streymir undir þau. Slík hús voru reist árið 2005 við ána Meuse, sem reglulega flæðir yfir bakka sína. Þetta eru tveggja hæða íbúðarhús, reist á stálgrind sem rennur niður í holan grunn og þegar flæðir að þá fer vatnið niður í grunninn en húsin lyftast upp. Þetta reyndist vel í flóðunum miklu á síðasta ári, þegar þurfti að rýma fjölbýl svæði annars staðar við ána. Hollendingar hafa verið í fararbroddi í þessum efnum, enda hafa þeir nokkurra alda reynslu af glímunni við flóðavötn þar sem þriðjungur landsins liggur undir sjávarborði. Í Hollandi hafa menn síðan þróað hugmyndir um fljótandi fangelsi og fljótandi gróðurhús, auk ýmissa annarra hugmynda sem sumar virðast reyndar frekar eiga heima í vísindaskáldskap en raunveruleikanum. Áhugamenn um þessi efni segja þó nauðsynlegt að leyfa hugmyndafluginu að vera lítt heft, því smám saman vinsist úr það sem raunhæfast þykir. „Áherslan á fljótandi lausnir hefur aukist gríðarlega. Hún hefur færst frá furðubyggingum yfir í endingarbetri og sveigjanlegri valkosti,“ segir hollenski arkitektinn Koen Olthuis, og bendir á að bæði stjórnvöld ýmissa ríkja og einkafjármagn séu í vaxandi mæli farin að styðja og styrkja þessa hugmyndavinnu. „Við munum þurfa að búa við umhverfi sem verður æ vatnsmeira,“ segir Danai Thaitakoo, taílenskur arkitekt frá Bangkok, sem sjálfur hefur unnið að lausnum á þessu sviði. Hann hefur kynnst þessum vanda af eigin raun því í flóðunum í Hollandi síðastliðið haust, sem voru þau verstu í manna minnum, fór íbúðarhús hans á kaf. „Loftslagsbreytingar munu kalla á mjög róttæka breytingu í hönnunarvenjum,“ segir Danai. „Í staðinn fyrir að reikna með varanlegum, sterkbyggðum og endingargóðum mannvirkjum þá verður þetta allt að vera meira fljótandi með áherslu á breytingar og aðlögun.“ Vandinn er einna brýnastur á Maldíveyjum, þar sem um 330 þúsund manns búa á um það bil 200 eyjum. Landið rís þar að meðaltali einungis 1,5 metra yfir sjávarborð og hæsta hæðin nær aðeins 2,4 metra yfir sjávarmálið. Sjávarborð þarf ekki að hækka mikið til þess að stór hluti eyjanna fari á kaf. Waterstudio, fyrirtæki hollenska arkitektsins Olthuis, hefur þar þróað hugmyndir að heilu eyjunum sem geta verið á floti. Vinnsla þeirra hugmynda er komin það langt að strax á næsta ári er áformað að koma fyrstu floteyjunni fyrir. Á þessum floteyjum verður meðal annars hægt að reisa hótel, ráðstefnumiðstöðvar og íbúðarhús. Þessar eyjar eru festar niður með stálvírum en gerðar úr stórum flothylkjum, eins konar flekum með frauðkjarna sem er umlukinn steinsteypu, og verður hægt að tengja flekana saman eins og Legókubba. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. Hugmyndir af ýmsu tagi hafa verið viðraðar. Þar á meðal hafa menn látið sér detta í hug að byggja fljótandi mosku og jafnvel fljótandi golfvöll á Maldíveyjum í Indlandshafi, en miklar líkur þykja á því að þær eyjar fari að stórum hluta í kaf. Einnig hafa verið þróaðar hugmyndir að sjúkrahúsi sem gæti staðið á 400 stólpum þegar flóðavatn verður hvað mest í Taílandi. Þá hafa menn í Hollandi nú þegar nokkurra ára reynslu af húsum sem standa á landi en fara á flot þegar vatn streymir undir þau. Slík hús voru reist árið 2005 við ána Meuse, sem reglulega flæðir yfir bakka sína. Þetta eru tveggja hæða íbúðarhús, reist á stálgrind sem rennur niður í holan grunn og þegar flæðir að þá fer vatnið niður í grunninn en húsin lyftast upp. Þetta reyndist vel í flóðunum miklu á síðasta ári, þegar þurfti að rýma fjölbýl svæði annars staðar við ána. Hollendingar hafa verið í fararbroddi í þessum efnum, enda hafa þeir nokkurra alda reynslu af glímunni við flóðavötn þar sem þriðjungur landsins liggur undir sjávarborði. Í Hollandi hafa menn síðan þróað hugmyndir um fljótandi fangelsi og fljótandi gróðurhús, auk ýmissa annarra hugmynda sem sumar virðast reyndar frekar eiga heima í vísindaskáldskap en raunveruleikanum. Áhugamenn um þessi efni segja þó nauðsynlegt að leyfa hugmyndafluginu að vera lítt heft, því smám saman vinsist úr það sem raunhæfast þykir. „Áherslan á fljótandi lausnir hefur aukist gríðarlega. Hún hefur færst frá furðubyggingum yfir í endingarbetri og sveigjanlegri valkosti,“ segir hollenski arkitektinn Koen Olthuis, og bendir á að bæði stjórnvöld ýmissa ríkja og einkafjármagn séu í vaxandi mæli farin að styðja og styrkja þessa hugmyndavinnu. „Við munum þurfa að búa við umhverfi sem verður æ vatnsmeira,“ segir Danai Thaitakoo, taílenskur arkitekt frá Bangkok, sem sjálfur hefur unnið að lausnum á þessu sviði. Hann hefur kynnst þessum vanda af eigin raun því í flóðunum í Hollandi síðastliðið haust, sem voru þau verstu í manna minnum, fór íbúðarhús hans á kaf. „Loftslagsbreytingar munu kalla á mjög róttæka breytingu í hönnunarvenjum,“ segir Danai. „Í staðinn fyrir að reikna með varanlegum, sterkbyggðum og endingargóðum mannvirkjum þá verður þetta allt að vera meira fljótandi með áherslu á breytingar og aðlögun.“ Vandinn er einna brýnastur á Maldíveyjum, þar sem um 330 þúsund manns búa á um það bil 200 eyjum. Landið rís þar að meðaltali einungis 1,5 metra yfir sjávarborð og hæsta hæðin nær aðeins 2,4 metra yfir sjávarmálið. Sjávarborð þarf ekki að hækka mikið til þess að stór hluti eyjanna fari á kaf. Waterstudio, fyrirtæki hollenska arkitektsins Olthuis, hefur þar þróað hugmyndir að heilu eyjunum sem geta verið á floti. Vinnsla þeirra hugmynda er komin það langt að strax á næsta ári er áformað að koma fyrstu floteyjunni fyrir. Á þessum floteyjum verður meðal annars hægt að reisa hótel, ráðstefnumiðstöðvar og íbúðarhús. Þessar eyjar eru festar niður með stálvírum en gerðar úr stórum flothylkjum, eins konar flekum með frauðkjarna sem er umlukinn steinsteypu, og verður hægt að tengja flekana saman eins og Legókubba. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira