Undirbúa stofnun íslensks sjóræningjaflokks 19. júlí 2012 04:00 Birgitta Jónsdóttir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels