Það hefur komið gamanleikaranum Will Ferrell mjög á óvart hversu margir vilja taka þátt í framhaldsmyndinni Anchorman 2. Stutt er síðan Ferrell tilkynnti að hann ætlaði að endurtaka hlutverk sitt sem fréttaþulurinn Ron Burgundy í myndinni.
Að sögn Ferrells er handritið enn í vinnslu og hefjast tökur snemma á næsta ári.
„Fullt af fólki hefur sent okkur tölvupóst og hringt í okkur og sagt: „Ég skal gera hvað sem er í þessari mynd.“ Það er ótrúlega mikið hrós og það er virkilega gaman að fá svona góð viðbrögð við þessari framhaldsmynd.“
Anchorman mjög vinsæl
