Íslenski boltinn

Guðmundur samdi við Hauka

Guðmundur í leik með FH.
Guðmundur í leik með FH.
Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.

Guðmundur, sem orðinn er 34 ára, tilkynnti á dögunum að hann væri hættur hjá FH og þá fóru strax í gang sögusagnir um að hann væri á leið í Hauka. Það hefur nú gengið eftir.

Þjálfari Hauka er fyrrum þjálfari Guðmundar hjá FH, Ólafur Jóhannesson, en Ólafur hefur styrkt lið Hauka nokkuð síðan hann tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×