Innlent

"Krónan er uppspretta illinda"

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í ræðu á Viðskiptaþingi í dag íslensku krónuna vera uppsprettu illinda í íslensku samfélagi. Hún væri eins og fíll inn í stofu á heimilum fólks og það eina sem fólkið gerði væri að moka því út sem kæmi úr afturenda hans. Nauðsynlegt væri að tengjast stærra myntsamstarfi.

Jón Sigurðsson sagði íslensku krónuna valda miklum óstöðugleika í íslensku hagkerfi. Hann líkti því við stíflu í tómatsósuflöskum, þar sem annað slagið gusaðist út sósa á meðan oft gengi erfiðlega að koma sósunni úr flöskunni. Miklar sveiflur í hagkerfinu væri birtingarmynd krónunnar. Hann sagði reiðina í samfélaginu, ekki síst eftir hrunið, væri að miklu leyti vegna krónunnar. Hún skapaði hraða og öfgakennda fjármagnsfutninga á milli fólks, sem væri ekki boðlegur nútímasamfélögum, og væri eins óhentugur fyrirtækjarekstri og hægt væri að hugsa sér.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hélt ræðu á Viðskiptaþingi og sagði samskipti stjórnvalda hér á landi atvinnulífið ekki vera boðleg, og þau væru beinlínis skaðleg fyrir efnahagslífið. Hann ræddi einnig ítarlega Hann tók sérstaklega dæmi af Noregi þar sem hann sagði stjórnvöld vinna vel með atvinnulífinu, og spilaði hann nýlega ræðu norska forsætisráðherrans Jens Stoltenberg, á viðskiptaþingi þar í landi, máli sínu til stuðnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×