Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur í nægu að snúast þessa dagana.
Hún giftist ástinni sinni í sumar, gaf út plötu í vikunni og undirbýr tónleika sem haldnir verða í Hörpu eftir viku. Söngkonan gaf sér tíma til að ræða bónorðið, brúðkaupið og fleira forvitnilegt með sínum yndislega færeyska hreim við Lífið í dag.
Aðspurð um hvernig eiginmaður hennar Tróndur Bogason bað um hönd hennar segir hún; „Það var ekki stórt „setup" eins og maður sér í bíómyndum. Það var í rólegheitum heima hjá okkur við morgunverðarborðið. Ég held reyndar að mér hafi svelgst á ommelettunni þegar hann spurði mig hvort ég vildi giftast sér. Það kom mér algjörlega á óvart."
Sjá má viðtalið í heild sinni í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins.
