Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3 Leifur Viðarsson á Selfossi skrifar 24. maí 2012 15:40 Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 1-0 á 14. mínútu með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir Óskar Pétursson. Matthías Örn Friðriksson jafnaði síðan metin þrettán mínútum síðar eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ólafur Karl Finsen glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Viðar Erni Kjartanssyni en skot hans var öruggt fyrir utan teig, Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyririði Selfyssinga kom síðan heimamönnum í 3-1 á 75. mínútu eftir hornspyrny frá Joseph Tillen. Grindvíkingar áttu, eins og áður sagði, lokaorðið og með innkomu Scott Ramsay urðu Grindvíkingar hættulegri. Þeir nýttu sér vindinn í bakið og á 83. mínútu skoraði Alexander Magnússon eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Þeir endurtóku síðan leikinn þegar Ólafur Bjarni Baldursson skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay og jafnaði leikinn 3-3. Liðin skiptu því með sér stigunum og Grindvíkingar enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Guðjón: Strákarnir sýndu mikinn karakterÞjálfari Grindvíkinga, Guðjón Þórðarson, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu á Selfossi: „Ég var mjög ánægður með strákana að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir og þeir sýndu mikinn karakter að ná að jafna leikinn. Ég þekki Loga mjög vel og vissi að Selfyssingar yrðu erfiðir heim að sækja og þeir eiga pottþétt eftir að fá fullt af stigum hér í sumar." Hann bætti við að þeir hefðu ekki byrjað leikinn vel en með baráttu tókst þeim að sækja stig á útivelli. Stefán Ragnar: Klaufalegt að fá sig þessi tvö mörk í lokinStefán Ragnar Guðlaugsson var ekki ánægður eftir leikinn: „Þetta var mjög klaufalegt að fá á sig tvö mörk í lokin úr föstum leikatriðum. Við ósjálfrátt bökkuðum of mikið og þeir refsuðu okkur." Hann vildi þó ekki meina að leikmennirnir teldu sigurinn í höfn var í raun ekki viss um nákvæmlega hvernig þeir fóru að því að missa niður nánast unninn leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 1-0 á 14. mínútu með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir Óskar Pétursson. Matthías Örn Friðriksson jafnaði síðan metin þrettán mínútum síðar eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ólafur Karl Finsen glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Viðar Erni Kjartanssyni en skot hans var öruggt fyrir utan teig, Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyririði Selfyssinga kom síðan heimamönnum í 3-1 á 75. mínútu eftir hornspyrny frá Joseph Tillen. Grindvíkingar áttu, eins og áður sagði, lokaorðið og með innkomu Scott Ramsay urðu Grindvíkingar hættulegri. Þeir nýttu sér vindinn í bakið og á 83. mínútu skoraði Alexander Magnússon eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Þeir endurtóku síðan leikinn þegar Ólafur Bjarni Baldursson skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay og jafnaði leikinn 3-3. Liðin skiptu því með sér stigunum og Grindvíkingar enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Guðjón: Strákarnir sýndu mikinn karakterÞjálfari Grindvíkinga, Guðjón Þórðarson, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu á Selfossi: „Ég var mjög ánægður með strákana að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir og þeir sýndu mikinn karakter að ná að jafna leikinn. Ég þekki Loga mjög vel og vissi að Selfyssingar yrðu erfiðir heim að sækja og þeir eiga pottþétt eftir að fá fullt af stigum hér í sumar." Hann bætti við að þeir hefðu ekki byrjað leikinn vel en með baráttu tókst þeim að sækja stig á útivelli. Stefán Ragnar: Klaufalegt að fá sig þessi tvö mörk í lokinStefán Ragnar Guðlaugsson var ekki ánægður eftir leikinn: „Þetta var mjög klaufalegt að fá á sig tvö mörk í lokin úr föstum leikatriðum. Við ósjálfrátt bökkuðum of mikið og þeir refsuðu okkur." Hann vildi þó ekki meina að leikmennirnir teldu sigurinn í höfn var í raun ekki viss um nákvæmlega hvernig þeir fóru að því að missa niður nánast unninn leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti