Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3 Leifur Viðarsson á Selfossi skrifar 24. maí 2012 15:40 Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 1-0 á 14. mínútu með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir Óskar Pétursson. Matthías Örn Friðriksson jafnaði síðan metin þrettán mínútum síðar eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ólafur Karl Finsen glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Viðar Erni Kjartanssyni en skot hans var öruggt fyrir utan teig, Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyririði Selfyssinga kom síðan heimamönnum í 3-1 á 75. mínútu eftir hornspyrny frá Joseph Tillen. Grindvíkingar áttu, eins og áður sagði, lokaorðið og með innkomu Scott Ramsay urðu Grindvíkingar hættulegri. Þeir nýttu sér vindinn í bakið og á 83. mínútu skoraði Alexander Magnússon eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Þeir endurtóku síðan leikinn þegar Ólafur Bjarni Baldursson skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay og jafnaði leikinn 3-3. Liðin skiptu því með sér stigunum og Grindvíkingar enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Guðjón: Strákarnir sýndu mikinn karakterÞjálfari Grindvíkinga, Guðjón Þórðarson, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu á Selfossi: „Ég var mjög ánægður með strákana að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir og þeir sýndu mikinn karakter að ná að jafna leikinn. Ég þekki Loga mjög vel og vissi að Selfyssingar yrðu erfiðir heim að sækja og þeir eiga pottþétt eftir að fá fullt af stigum hér í sumar." Hann bætti við að þeir hefðu ekki byrjað leikinn vel en með baráttu tókst þeim að sækja stig á útivelli. Stefán Ragnar: Klaufalegt að fá sig þessi tvö mörk í lokinStefán Ragnar Guðlaugsson var ekki ánægður eftir leikinn: „Þetta var mjög klaufalegt að fá á sig tvö mörk í lokin úr föstum leikatriðum. Við ósjálfrátt bökkuðum of mikið og þeir refsuðu okkur." Hann vildi þó ekki meina að leikmennirnir teldu sigurinn í höfn var í raun ekki viss um nákvæmlega hvernig þeir fóru að því að missa niður nánast unninn leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 1-0 á 14. mínútu með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir Óskar Pétursson. Matthías Örn Friðriksson jafnaði síðan metin þrettán mínútum síðar eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ólafur Karl Finsen glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Viðar Erni Kjartanssyni en skot hans var öruggt fyrir utan teig, Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyririði Selfyssinga kom síðan heimamönnum í 3-1 á 75. mínútu eftir hornspyrny frá Joseph Tillen. Grindvíkingar áttu, eins og áður sagði, lokaorðið og með innkomu Scott Ramsay urðu Grindvíkingar hættulegri. Þeir nýttu sér vindinn í bakið og á 83. mínútu skoraði Alexander Magnússon eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Þeir endurtóku síðan leikinn þegar Ólafur Bjarni Baldursson skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay og jafnaði leikinn 3-3. Liðin skiptu því með sér stigunum og Grindvíkingar enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Guðjón: Strákarnir sýndu mikinn karakterÞjálfari Grindvíkinga, Guðjón Þórðarson, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu á Selfossi: „Ég var mjög ánægður með strákana að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir og þeir sýndu mikinn karakter að ná að jafna leikinn. Ég þekki Loga mjög vel og vissi að Selfyssingar yrðu erfiðir heim að sækja og þeir eiga pottþétt eftir að fá fullt af stigum hér í sumar." Hann bætti við að þeir hefðu ekki byrjað leikinn vel en með baráttu tókst þeim að sækja stig á útivelli. Stefán Ragnar: Klaufalegt að fá sig þessi tvö mörk í lokinStefán Ragnar Guðlaugsson var ekki ánægður eftir leikinn: „Þetta var mjög klaufalegt að fá á sig tvö mörk í lokin úr föstum leikatriðum. Við ósjálfrátt bökkuðum of mikið og þeir refsuðu okkur." Hann vildi þó ekki meina að leikmennirnir teldu sigurinn í höfn var í raun ekki viss um nákvæmlega hvernig þeir fóru að því að missa niður nánast unninn leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira