Safna sögum af litlum systrum og bræðrum 12. janúar 2012 13:30 Helga Arnalds skrifaði leikverkið Skrímslið litla systir mín innblásin af reynslu sonar hennar af því að eignast yngri systur. Myndir/Leikhúsið tíu fingur Æfingar fyrir leikverkið Skrímslið litla systir mín standa nú yfir í Norræna húsinu, en verkið verður sýnt þar í febrúar. Í tengslum við sýninguna safna þær Helga Arnalds, höfundur og túlkandi, og Charlotte Böving leikstjóri reynslusögum barna af því að eignast lítið systkini. „Kveikjan að þessu var sonur minn, þegar hann var að eignast sína litlu systur. Um það leyti sem hún var að fæðast sagði hann mér sögu af einhverjum sem var ekki hann, heldur einhver allt annar. Sá hafði eignast litla systur sem var skrímsli og át foreldra sína. Ég fann strax að þetta var hans leið til að takast á við sínar tilfinningar, að fara inn í eitthvert ævintýri," segir Helga Arnalds, leikkona og höfundur sýningarinnar Skrímslið litla systir mín. Verkið verður sýnt í Norræna húsinu í febrúar. Í tengslum við sýninguna eru þær Helga og Charlotte Böving, leikstjóri sýningarinnar, nú að safna sögum af því hvernig börn takast á við þann stórviðburð að eignast lítið systkini. „Þegar við byrjuðum að vinna í sýningunni og fórum að ræða málin komumst við að því að allir kunna skemmtilegar sögur af þessu tagi. Þá datt okkur í hug að safna þeim á einn stað og opna þannig fyrir umræðuna. Það er dálítið tabú að vera svona afbrýðisamur, eins og börn verða oft þegar þau eignast lítið systkini. En þetta er ofsalega sterk tilfinning. Börnin fá aðallega spurningar eins og: „er litla systir ekki fín?" og „er ekki gaman að vera stóri bróðir?" Það er lítið verið að gefa þeirra tilfinningum pláss." Sögurnar má senda inn á Facebook-síðu Leikhússins 10 fingur. Aðalsöguhetja verksins er myrkfælinn strákur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn. Til að bjarga mömmu sinni og öllum heiminum frá litla skrímslinu, þarf hann að ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda. Á leiðinni lærir hann að elska litlu systur sína. „Þetta fjallar líka um skrímslin inni í okkur, hvernig þau verða til og hvernig þau stækka alltaf í myrkrinu, ef við tölum ekki um þau," segir Helga.Páll Guðmundsson sérsmíðaði steinhörpuna sem Eivör Pálsdóttir notaði til að skapa hljóðheim sýningarinnar. Með þeim á myndinni eru leikstjórinn Charlotte Böving og höfundurinn Helga Arnalds.Leikverkið er einhvers staðar á mörkum leikrits, brúðuleikhúss og skuggamyndasýningar. „Ég býð börnunum inn í risapappírsveröld, sem ég ríf, bleyti, mála á og breyti. Stundum eru systkinin litlir bréfmiðar, stundum teiknaðar myndir og stundum skuggar. Ég er miðlarinn, stundum eins og sögumaður og stundum eins og persóna í sögunni." Tónlistin leikur stórt hlutverk í verkinu, en henni lýsir Helga sem ævintýralegri, náttúrulegri og frumstæðri. Eivör Pálsdóttir vinnur tónlistina og notar hljóðfæri sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli bjó til sérstaklega fyrir sýninguna. Eftir leikritið verður börnum boðið að taka þátt í listasmiðju, undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar, þar sem þau fá að skapa sín eigin skrímsli úr pappírnum sem Helga notar í sýningunni. Skrímslið litla systir mín verður frumsýnt 4. febrúar. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna, fullorðna og börn frá fjögurra ára aldri. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Djokovic gat ekki haldið Hugh Grant vakandi Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Æfingar fyrir leikverkið Skrímslið litla systir mín standa nú yfir í Norræna húsinu, en verkið verður sýnt þar í febrúar. Í tengslum við sýninguna safna þær Helga Arnalds, höfundur og túlkandi, og Charlotte Böving leikstjóri reynslusögum barna af því að eignast lítið systkini. „Kveikjan að þessu var sonur minn, þegar hann var að eignast sína litlu systur. Um það leyti sem hún var að fæðast sagði hann mér sögu af einhverjum sem var ekki hann, heldur einhver allt annar. Sá hafði eignast litla systur sem var skrímsli og át foreldra sína. Ég fann strax að þetta var hans leið til að takast á við sínar tilfinningar, að fara inn í eitthvert ævintýri," segir Helga Arnalds, leikkona og höfundur sýningarinnar Skrímslið litla systir mín. Verkið verður sýnt í Norræna húsinu í febrúar. Í tengslum við sýninguna eru þær Helga og Charlotte Böving, leikstjóri sýningarinnar, nú að safna sögum af því hvernig börn takast á við þann stórviðburð að eignast lítið systkini. „Þegar við byrjuðum að vinna í sýningunni og fórum að ræða málin komumst við að því að allir kunna skemmtilegar sögur af þessu tagi. Þá datt okkur í hug að safna þeim á einn stað og opna þannig fyrir umræðuna. Það er dálítið tabú að vera svona afbrýðisamur, eins og börn verða oft þegar þau eignast lítið systkini. En þetta er ofsalega sterk tilfinning. Börnin fá aðallega spurningar eins og: „er litla systir ekki fín?" og „er ekki gaman að vera stóri bróðir?" Það er lítið verið að gefa þeirra tilfinningum pláss." Sögurnar má senda inn á Facebook-síðu Leikhússins 10 fingur. Aðalsöguhetja verksins er myrkfælinn strákur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn. Til að bjarga mömmu sinni og öllum heiminum frá litla skrímslinu, þarf hann að ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda. Á leiðinni lærir hann að elska litlu systur sína. „Þetta fjallar líka um skrímslin inni í okkur, hvernig þau verða til og hvernig þau stækka alltaf í myrkrinu, ef við tölum ekki um þau," segir Helga.Páll Guðmundsson sérsmíðaði steinhörpuna sem Eivör Pálsdóttir notaði til að skapa hljóðheim sýningarinnar. Með þeim á myndinni eru leikstjórinn Charlotte Böving og höfundurinn Helga Arnalds.Leikverkið er einhvers staðar á mörkum leikrits, brúðuleikhúss og skuggamyndasýningar. „Ég býð börnunum inn í risapappírsveröld, sem ég ríf, bleyti, mála á og breyti. Stundum eru systkinin litlir bréfmiðar, stundum teiknaðar myndir og stundum skuggar. Ég er miðlarinn, stundum eins og sögumaður og stundum eins og persóna í sögunni." Tónlistin leikur stórt hlutverk í verkinu, en henni lýsir Helga sem ævintýralegri, náttúrulegri og frumstæðri. Eivör Pálsdóttir vinnur tónlistina og notar hljóðfæri sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli bjó til sérstaklega fyrir sýninguna. Eftir leikritið verður börnum boðið að taka þátt í listasmiðju, undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar, þar sem þau fá að skapa sín eigin skrímsli úr pappírnum sem Helga notar í sýningunni. Skrímslið litla systir mín verður frumsýnt 4. febrúar. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna, fullorðna og börn frá fjögurra ára aldri. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Djokovic gat ekki haldið Hugh Grant vakandi Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira