Enski boltinn

Ertu á leið til Indónesíu? Hvernig væri að gista á Hótel Stevie G

Eitt af herbergjunum á Hótel Stevie G.
Eitt af herbergjunum á Hótel Stevie G. mynd/hotelstevieg
Eldheitir stuðningsmenn Liverpool í Indónesíu hafa opnað hótel þar sem enska félagið er heiðrað. Hótelið er síðan nefnt í höfuðið á fyrirliða liðsins og heitir einfaldlega Hotel Stevie G.

Hótelið er í Bandung og eru alls 22 herbergi á hótelinu. Vinsælasta herbergi hótelsins verður þó örugglega herbergi sem heitir: "This is Anfield" og er veggfóðrað með myndum af goðsögum félagsins.

Á hótelinu eru einnig pappaspjöld með myndum af goðum Liverpool í raunstærð þannig að gestir geta tekið myndir af sér með stjörnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×