Enski boltinn

Gerrard: Loksins úrslitaleikur á Wembley | Æskudraumurinn rætist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur leitt sitt lið til sigurs í tveimur úrslitaleikjum enska bikarsins, tveimur úrslitaleikjum enska deildabikarsins, einum úrslitaleik í UEFA-bikarnum og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn þessara úrslitaleikja hefur hinsvegar verið á Wembley.

Steven Gerrard segir í viðtali við Liverpool Echi að æskudraumur hans rætast á sunnudaginn þegar hann leiðir Liverpool-liðið út á Wembley í leik á móti Cardiff City í úrslitum enska deildabikarsins.

„Í hvert skipti sem ég spilaði úrslitaleik með Liverpool í Cardiff þá hugsaði ég stundum, bara ef að þetta væri Wembley," sagði Steven Gerrard.

„Ekki misskilja mig, við áttum margar frábærar stundir í Cardiff og á ég á margar stórkostlegar minningar frá Millennium Stadium. Ég hefði samt frekar vilja vinna þessa bikara á Wembley," sagði Gerrard.

„Þegar ég var lítill strákur þá dreymdi mig um að spila úrslitaleiki á Wembley. Þegar ég varð fyrirliði þá dreymdi mig um að leiða liðið út á Wembley," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×