Enski boltinn

Chelsea að bjóða Sturridge í skiptum fyrir Walcott

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott og Robin van Persie fagna saman marki.
Theo Walcott og Robin van Persie fagna saman marki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska slúðurblaðið The Sun sló því upp í morgun að Chelsea sé á eftir Theo Walcott hjá Arsenal en enski landsliðsmaðurinn á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal.

Sun segir að Chelsea sé tilbúið að skipta á Daniel Sturridge og Walcott en Sturridge er ekki sáttur við hafa ekki verið boðinn nýr samningur. Samningur Sturridge rennur út sumarið 2014.

Walcott, sem er 22 ára gamall, er metinn á 10 milljónir punda en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á því að bjóða honum nýjan samning í sumar.

Wenger vantar samt nýjan framherja og franski stjórinn hefur áhuga á Daniel Sturridge sem hefur skorað 9 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Theo Walcott er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×