"Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund“ Karen Kjartansdóttir skrifar 27. október 2012 12:16 Þessir hafa örugglega viljað blotna - enda ákváðu þeir að fara í sund. Mynd úr safni Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt en fylgst er náið með stöðunni. Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. Síðasti skjálfti á Norðurlandi sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. Jarðskorpumælingar svissneska jarðfræðingsins Sabrinu Metzger á svæðinu undanfarin ár benda til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir stóran skjálfta - jafnvel af stærðinni 6,8 sem er álíka mikið og varð í Christchurch á Nýjasjálandi í fyrra og olli þar miklu manntjóni og eyðileggingu. Það skal þó tekið skýrt fram að sérfræðingar segja að skjálfti af þessari stærð myndi ekki valda skaða hér á landi í námunda við það sem þar varð meðal annars vegna þess hve gjör ólíkar jarðskorpurnar eru. Þá eru íslenskar byggingar mjög stekar. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður grunnrannsókna við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor í byggingaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Sherbrooke háskóla í Kanada, hefur mikið dvalist í Christchurch eftir skjálftanna og skoðað byggingar. „Það sást aðallega að þau hús sem fóru í sundur, þau voru fjórar hæðir eða meira. Við erum svolítið heppin, því á okkar jarðskjálftasvæðum höfum við mjög lítið af slíkum háum húsum," segir hann. Hann segir reynslu sína þaðan sýna mikilvægi þess að mjög sé vandað til bygginga og þær séu ekki hafðar mjög háar á jarðskjálftasvæðum. Líka á svæðum sem eru ekki á mesta jarðskjálftasvæðinu heldur í námunda við það rétt eins og Christchurch. Þetta megi íbúar á Reykjvíkursvæðinu hafa í huga sem eru í námunda við mjög virkt jarðskjálftasvæði, það er að segja Hveragerði. „Ef maður býr á jarðskjálftasvæði þá verður maður að gera ráð fyrir því að maður lendir í einum stórum. Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund," segir hann. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Nokkuð rólegra var á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi í gærkvöldi og í nótt en fylgst er náið með stöðunni. Prófessor í byggingarverkfræði segir að Íslendingar sem og aðrir að skjálftasvæðum verði að vera vel undirbúnir skjálftum. Síðasti skjálfti á Norðurlandi sem náði þremur stigum var rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi en fyrir utan hann hefur enginn skjálfti mælst stærri en þrjú stig síðan á fimmtudagsmorgun. Skjálftarnir eiga flestir upptök sín vestan megin á skjálftasvæðinu nær Siglufirði þar sem stóri skjálftinn varð fyrir tæpri viku síðan. Vísindamenn veðurstofunnar fylgjast náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og er óvissustig enn í gildi. Jarðskorpumælingar svissneska jarðfræðingsins Sabrinu Metzger á svæðinu undanfarin ár benda til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir stóran skjálfta - jafnvel af stærðinni 6,8 sem er álíka mikið og varð í Christchurch á Nýjasjálandi í fyrra og olli þar miklu manntjóni og eyðileggingu. Það skal þó tekið skýrt fram að sérfræðingar segja að skjálfti af þessari stærð myndi ekki valda skaða hér á landi í námunda við það sem þar varð meðal annars vegna þess hve gjör ólíkar jarðskorpurnar eru. Þá eru íslenskar byggingar mjög stekar. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður grunnrannsókna við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor í byggingaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Sherbrooke háskóla í Kanada, hefur mikið dvalist í Christchurch eftir skjálftanna og skoðað byggingar. „Það sást aðallega að þau hús sem fóru í sundur, þau voru fjórar hæðir eða meira. Við erum svolítið heppin, því á okkar jarðskjálftasvæðum höfum við mjög lítið af slíkum háum húsum," segir hann. Hann segir reynslu sína þaðan sýna mikilvægi þess að mjög sé vandað til bygginga og þær séu ekki hafðar mjög háar á jarðskjálftasvæðum. Líka á svæðum sem eru ekki á mesta jarðskjálftasvæðinu heldur í námunda við það rétt eins og Christchurch. Þetta megi íbúar á Reykjvíkursvæðinu hafa í huga sem eru í námunda við mjög virkt jarðskjálftasvæði, það er að segja Hveragerði. „Ef maður býr á jarðskjálftasvæði þá verður maður að gera ráð fyrir því að maður lendir í einum stórum. Ef þú vilt ekki blotna þá áttu ekki að fara í sund," segir hann.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“