Miðlar reynslunni til annarra íþróttamanna 10. mars 2012 09:00 Mynd/einkasafn Silju Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona, þjálfari og tveggja barna móðir á ævintýralegan feril að baki. Á hún meðal annars yfir 40 íslandsmet, 40 bikarmeistaramet ásamt því að hafa sigrað norðulandamót, smáþjóðleika og svo mætti lengi telja.Hvenær byrjaðir þú fyrst að æfa íþróttir? Ég var sjö ára gömul þegar ég byrjaði að æfa handbolta. Ferillinn í nokkrum orðum? Frjálsíþróttaferillinn var ótrúlega skemmtilegur, margir sigrar, mikið af ferðalögum, bjó í USA, kynntist skemmtilegu fólki alls staðar að, og ég endaði bara nokkuð sátt.Hvaða hreyfingu stundar þú í dag? Í dag er ég að æfa crossfit en þar upplifi ég þessa keppni við sjálfan mig sem ég var farin að sakna. Svo tek ég spretti vikulega.Hversu oft í viku hreyfir þú þig að meðaltali? Fjórum til fimm sinnum í viku.Hefurðu lent í því að fá leið á íþróttum? Já, eftir að ég hætti í frjálsum fannst mér erfitt að finna mér eitthvað nógu skemmtilegt og eitthvað sem var nógu mikil áskorun.Hvað gerirðu þá? Þá tek ég mér bara smá hvíld, ég leyfi mér hvíld í ákveðið marga daga.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Nú, ég fer á æfingu, einnig hef ég kíkt í Foam Flex tímana í Sporthúsinu.Nú áttu tvö ung börn – breyttirðu miklu í æfingunum á meðgöngunni? Mér líður nú eins og ég eigi að gefa voða flott svar núna sem þjálfari en sannleikurinn er sá að á fyrri meðgöngunni minni æfði ég ekkert, ég var að leggja skóna á hilluna og varð ólétt á sama tíma. Á þeirri seinni var ég dugleg í fimm mánuði en þá var ég orðin þreytt og vildi frekar fara út að leika með eldri stráknum mínum en að eyða orkunni í æfingar.Fékkstu æði fyrir einhverjum sérstökum mat? Ég var í súra pakkanum á fyrri meðgöngunni, já og kókoskúlunum í Bæjarbakaríi, en engu sérstöku á þeirri seinni.Þú auglýstir nýlega eftir íþróttafólki í átak á síðunni þinni, siljaulfars.is. Hvernig gekk að fá fólk og út á hvað gengur átakið? Það gekk ofsalega vel að fá þátttakendur og dró ég á endanum tvo íþróttamenn úr pottinum. Átakið gengur út á að þeir bæti sig sem mest í hraða á einum mánuði en þeir æfa hjá mér tvisvar í viku. Mér finnst alveg rosalega gaman að vinna með íþróttafólk en mínar helstu áherslur eru hraðþjálfun.Hversu mikilvæga telurðu markmiðasetningu vera í líkamsræktinni? Hún skiptir miklu meira máli en fólk gerir sér grein fyrir. Það eiga allir að vera með markmið – og helst að láta það ekki bara snúast um vigtina!Eitthvað að lokum? Settu þér markmið, reyndu alltaf að bæta þig og hafðu gaman af því að stunda hreyfingu. Og já, ekki borða mikið af kókosbollum á meðgöngu! Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona, þjálfari og tveggja barna móðir á ævintýralegan feril að baki. Á hún meðal annars yfir 40 íslandsmet, 40 bikarmeistaramet ásamt því að hafa sigrað norðulandamót, smáþjóðleika og svo mætti lengi telja.Hvenær byrjaðir þú fyrst að æfa íþróttir? Ég var sjö ára gömul þegar ég byrjaði að æfa handbolta. Ferillinn í nokkrum orðum? Frjálsíþróttaferillinn var ótrúlega skemmtilegur, margir sigrar, mikið af ferðalögum, bjó í USA, kynntist skemmtilegu fólki alls staðar að, og ég endaði bara nokkuð sátt.Hvaða hreyfingu stundar þú í dag? Í dag er ég að æfa crossfit en þar upplifi ég þessa keppni við sjálfan mig sem ég var farin að sakna. Svo tek ég spretti vikulega.Hversu oft í viku hreyfir þú þig að meðaltali? Fjórum til fimm sinnum í viku.Hefurðu lent í því að fá leið á íþróttum? Já, eftir að ég hætti í frjálsum fannst mér erfitt að finna mér eitthvað nógu skemmtilegt og eitthvað sem var nógu mikil áskorun.Hvað gerirðu þá? Þá tek ég mér bara smá hvíld, ég leyfi mér hvíld í ákveðið marga daga.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Nú, ég fer á æfingu, einnig hef ég kíkt í Foam Flex tímana í Sporthúsinu.Nú áttu tvö ung börn – breyttirðu miklu í æfingunum á meðgöngunni? Mér líður nú eins og ég eigi að gefa voða flott svar núna sem þjálfari en sannleikurinn er sá að á fyrri meðgöngunni minni æfði ég ekkert, ég var að leggja skóna á hilluna og varð ólétt á sama tíma. Á þeirri seinni var ég dugleg í fimm mánuði en þá var ég orðin þreytt og vildi frekar fara út að leika með eldri stráknum mínum en að eyða orkunni í æfingar.Fékkstu æði fyrir einhverjum sérstökum mat? Ég var í súra pakkanum á fyrri meðgöngunni, já og kókoskúlunum í Bæjarbakaríi, en engu sérstöku á þeirri seinni.Þú auglýstir nýlega eftir íþróttafólki í átak á síðunni þinni, siljaulfars.is. Hvernig gekk að fá fólk og út á hvað gengur átakið? Það gekk ofsalega vel að fá þátttakendur og dró ég á endanum tvo íþróttamenn úr pottinum. Átakið gengur út á að þeir bæti sig sem mest í hraða á einum mánuði en þeir æfa hjá mér tvisvar í viku. Mér finnst alveg rosalega gaman að vinna með íþróttafólk en mínar helstu áherslur eru hraðþjálfun.Hversu mikilvæga telurðu markmiðasetningu vera í líkamsræktinni? Hún skiptir miklu meira máli en fólk gerir sér grein fyrir. Það eiga allir að vera með markmið – og helst að láta það ekki bara snúast um vigtina!Eitthvað að lokum? Settu þér markmið, reyndu alltaf að bæta þig og hafðu gaman af því að stunda hreyfingu. Og já, ekki borða mikið af kókosbollum á meðgöngu!
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira