Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 1-1 | Fyrsta jafntefli Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson á Akranesvelli skrifar 16. september 2012 00:01 mynd/guðmundur ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Akranesi í kvöld í fjörugum leik þar sem Valsmenn fóru illa með færin. Mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins en ÍA jafnaði metin í uppbótartíma. Fyrsta jafntefli Vals á tímabilinu staðreynd. Valsmenn hófu leikinn af krafti og sýndu strax á fyrstu mínútu að þeir ætluðu að sækja sigur á Akranes. Dagskipunin var að senda boltann á hægri kantinn þar sem Matthías Guðmundsson átti að sækja á Theodore Furness og skilaði það, auk miklum yfirburðum á miðjum vellinum, að Valur sótti allan fyrri hálfleikinn. Valur fékk fín færi til að skora en Páll Gísli Jónsson átti góðan leik í markinu auk þess að Valsmenn hittu ekki markið í ákjósanlegum stöðum. Valsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt yfirburði sína í fyrri hálfleik því Skagamenn voru gjörsamlega heillum horfnir. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og var hann auk þess mun jafnari þó Valsmenn hafi áfram verið betri aðilinn á vellinum. Skagamenn náðu að stríða Val í skyndisóknum sínum í seinni hálfleik en það gerðist ekki í fyrri hálfleiknum. Það virtist þó allt benda til þess að ekkert yrði skorað þegar ÍA fékk horn þegar fimm mínútur voru eftir. ÍA ætlaði sér sigur og sendi alla leikmenn fram nema Guðjón Heiðar Sveinsson sem átti að hreinsa hreinsun Vals frá en gerði skelfilega mistök sem varð til þess að Indriði Þorláksson kom boltanum inn fyrir á Matthías Guðmundsson sem kom Val yfir. Rétt áður en klukkan sló 90 mínútur náði Garðar Gunnlaugsson að jafna metin. Það mark kom af stuttu færi eftir að Valur náði ekki að eiga við Ármann Smára Björnsson sem kominn var fram og jafntefli því niðurstaðan. Jafntefli þýðir að ÍA er komið í 29 stig og á enn góða möguleika á Evrópusæti en Valur fór í 25 stig og möguleikar þeirra á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti eru hverfandi. Liðið er nú sjö stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir og siglir liðið því lygnan sjó um miðja deild. Þórður: Sýndum karakter og jöfnuðummynd/guðmundur„Ég er mjög sáttur við stigið í lélegum leik hjá okkur. Spilamennskan var léleg. Mér fannst við ekki klárir í leikinn. Við vorum skrefi á eftir þeim," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í leikslok. „Við vorum áberandi slakari í fyrri hálfleik. Þeir yfirspiluðu okkur ekkert samt. Þeir fengu tvö, þrjú fín færi í fyrri hálfleik og eitt í seinni hálfleik sem ég man eftir. Síðasta korterið fannst mér við vera að taka leikinn yfir og fáum þetta mark sem Valur skorar í andlitið út frá því. Við sýndum karakter og jöfnuðum," sagði Þórður sem var ekki ánægður með mark Vals. „Þetta voru hræðileg mistök hjá Gutta, að gera það sem hann gerði. Leikmaður með hátt í 500 leiki í meistaraflokki á ekki gera svona mistök. „Við tókum ákveðinn séns í lokin. Við höfum áður hent Ármanni Smára fram undir lokinn þegar við höfum lent undir, núna tókst það og fá stigið. Við hefðum viljað þrjú stig en gerðum ekki nóg til að fá þau," sagði Þórður að lokum. Kristján: Skelfilegt að skora ekki í fyrri hálfleik.mynd/guðmundur„Við stjórnum leiknum allan tímann. Við höldum boltanum vel, varnarleikurinn okkar er alls staðar á vellinum góður. Sóknarleikurinn er ágætur þó hann sé aðeins hægur. Hann er skipulagur. Við fáum hálffæri og góð færi. Það er skelfilegt að skora ekki í fyrri hálfleik," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Það er fyrst og fremst gott merki hvernig við spilum leikinn. Við vorum nokkuð góðir, bæði með og án bolta. Við eigum að vinna þennan leik og auðvitað hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn og horfa á einhverja Evrópukeppni en það sem við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að er að spila hvern einn og einasta leik vel og það tókst núna en það skilaði okkur bara einu stigi. „Það er algjörlega óþolandi að halda ekki út. Við vorum búnir að vinna okkur það inn að skora þetta mark, með spilamennskunni. Því er það ferlega leiðinlegt að boltinn skyldi detta svona inni í vítateignum að það sé Skagamaður sem nær að setja mark," sagði Kristján sem var meðvitaður um þann möguleika að ÍA gæti sent Ármann Smára fram undir lokin. „Mér fannst við vinna vel á það þangað til þessi bolti datt inn en ég er ekki alveg með mynd af því hvernig þessi bolti fór svona. „Við erum um miðja deild og árangurinn er 50%. Það skiptir ekki máli hvernig þetta spilast ef við erum á sama stað í töflunni sem getan segir til um," sagði Kristján um hinn alræmda jójó stimpil sem verið hefur á Val. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Akranesi í kvöld í fjörugum leik þar sem Valsmenn fóru illa með færin. Mörkin komu á síðustu fimm mínútum leiksins en ÍA jafnaði metin í uppbótartíma. Fyrsta jafntefli Vals á tímabilinu staðreynd. Valsmenn hófu leikinn af krafti og sýndu strax á fyrstu mínútu að þeir ætluðu að sækja sigur á Akranes. Dagskipunin var að senda boltann á hægri kantinn þar sem Matthías Guðmundsson átti að sækja á Theodore Furness og skilaði það, auk miklum yfirburðum á miðjum vellinum, að Valur sótti allan fyrri hálfleikinn. Valur fékk fín færi til að skora en Páll Gísli Jónsson átti góðan leik í markinu auk þess að Valsmenn hittu ekki markið í ákjósanlegum stöðum. Valsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt yfirburði sína í fyrri hálfleik því Skagamenn voru gjörsamlega heillum horfnir. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og var hann auk þess mun jafnari þó Valsmenn hafi áfram verið betri aðilinn á vellinum. Skagamenn náðu að stríða Val í skyndisóknum sínum í seinni hálfleik en það gerðist ekki í fyrri hálfleiknum. Það virtist þó allt benda til þess að ekkert yrði skorað þegar ÍA fékk horn þegar fimm mínútur voru eftir. ÍA ætlaði sér sigur og sendi alla leikmenn fram nema Guðjón Heiðar Sveinsson sem átti að hreinsa hreinsun Vals frá en gerði skelfilega mistök sem varð til þess að Indriði Þorláksson kom boltanum inn fyrir á Matthías Guðmundsson sem kom Val yfir. Rétt áður en klukkan sló 90 mínútur náði Garðar Gunnlaugsson að jafna metin. Það mark kom af stuttu færi eftir að Valur náði ekki að eiga við Ármann Smára Björnsson sem kominn var fram og jafntefli því niðurstaðan. Jafntefli þýðir að ÍA er komið í 29 stig og á enn góða möguleika á Evrópusæti en Valur fór í 25 stig og möguleikar þeirra á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti eru hverfandi. Liðið er nú sjö stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir og siglir liðið því lygnan sjó um miðja deild. Þórður: Sýndum karakter og jöfnuðummynd/guðmundur„Ég er mjög sáttur við stigið í lélegum leik hjá okkur. Spilamennskan var léleg. Mér fannst við ekki klárir í leikinn. Við vorum skrefi á eftir þeim," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í leikslok. „Við vorum áberandi slakari í fyrri hálfleik. Þeir yfirspiluðu okkur ekkert samt. Þeir fengu tvö, þrjú fín færi í fyrri hálfleik og eitt í seinni hálfleik sem ég man eftir. Síðasta korterið fannst mér við vera að taka leikinn yfir og fáum þetta mark sem Valur skorar í andlitið út frá því. Við sýndum karakter og jöfnuðum," sagði Þórður sem var ekki ánægður með mark Vals. „Þetta voru hræðileg mistök hjá Gutta, að gera það sem hann gerði. Leikmaður með hátt í 500 leiki í meistaraflokki á ekki gera svona mistök. „Við tókum ákveðinn séns í lokin. Við höfum áður hent Ármanni Smára fram undir lokinn þegar við höfum lent undir, núna tókst það og fá stigið. Við hefðum viljað þrjú stig en gerðum ekki nóg til að fá þau," sagði Þórður að lokum. Kristján: Skelfilegt að skora ekki í fyrri hálfleik.mynd/guðmundur„Við stjórnum leiknum allan tímann. Við höldum boltanum vel, varnarleikurinn okkar er alls staðar á vellinum góður. Sóknarleikurinn er ágætur þó hann sé aðeins hægur. Hann er skipulagur. Við fáum hálffæri og góð færi. Það er skelfilegt að skora ekki í fyrri hálfleik," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Það er fyrst og fremst gott merki hvernig við spilum leikinn. Við vorum nokkuð góðir, bæði með og án bolta. Við eigum að vinna þennan leik og auðvitað hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn og horfa á einhverja Evrópukeppni en það sem við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að er að spila hvern einn og einasta leik vel og það tókst núna en það skilaði okkur bara einu stigi. „Það er algjörlega óþolandi að halda ekki út. Við vorum búnir að vinna okkur það inn að skora þetta mark, með spilamennskunni. Því er það ferlega leiðinlegt að boltinn skyldi detta svona inni í vítateignum að það sé Skagamaður sem nær að setja mark," sagði Kristján sem var meðvitaður um þann möguleika að ÍA gæti sent Ármann Smára fram undir lokin. „Mér fannst við vinna vel á það þangað til þessi bolti datt inn en ég er ekki alveg með mynd af því hvernig þessi bolti fór svona. „Við erum um miðja deild og árangurinn er 50%. Það skiptir ekki máli hvernig þetta spilast ef við erum á sama stað í töflunni sem getan segir til um," sagði Kristján um hinn alræmda jójó stimpil sem verið hefur á Val.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira