Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Grindavík fallið Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 16. september 2012 00:01 ÍBV vann góðan sigur á Grindvíkingum, 2-1, á Hásteinsvelli í dag. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en Grindavík náði að koma marki á Eyjamenn en nær komust þeir ekki. ÍBV komst því tímabundið upp í annað sæti deildarinnar en Grindvíkingar eru fallnir enda dugði þeim helst ekkert annað en sigur í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn miklu mun betur. Á 23. mínútu skoraði Christian Steen Olsen mark með vinstri fæti af frekar stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Víði Þorvarðarsyni, sem var hreint út sagt frábær í leiknum. Níu mínútum seinna eða á 32. mínútu fiskaði Víðir svo víti sem Andri Ólafsson skoraði úr af gríðarlegu öryggi. Vindurinn í Vestmannaeyjum í dag var sterkur og truflaði bæði lið í sínum aðgerðum, leikurinn varð því fyrir vikið aldrei mikið fyrir augað. Mikið var um tæklingar og baráttu en Garðar Örn Hinriksson leyfði leiknum vel að fljóta og var ekki að flauta mikið. Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar mjög sterkir til leiks og skoruðu mark á 51. mínútu leiksins þegar sending kom inná teiginn sem Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV, skallaði beint fyrir fætur Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði mark úr markteignum. Eftir þetta var eins og að slökkt hefði verið á leikmönnum, Grindvíkingar reyndu aðeins að sækja en það gekk ekki vel og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan 2-1, sanngjarn sigur Eyjamanna sem með þessum sigri komu sjálfum sér upp í 2. sætið á betra markahlutfalli en KR og sendu Grindvíkinga niður í fyrstu deild, þrátt fyrir það að þrjár umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.Víðir: Ekki gaman að sjá landsbyggðarlið falla "Þetta var fínn leikur af minni hálfu, en ég átti að dekka manninn sem skoraði markið, þannig að það er ekki allt gott í þessu," sagði Víðir Þorvarðarson leikmaður ÍBV, en hann átti stoðsendingu og fiskaði víti í leiknum í dag. „Það er aldrei gaman að landsbyggðarliðin fari niður, en það er betra að þetta voru þeir en ekki við," sagði Víðir, en Grindavík féll úr deildinni eftir þennan ósigur. „Það voru erfiðar aðstæður, völlurinn er erfiður og mikill vindur. Baráttuleikur, leikurinn var kannski ekki fallegur en stigin eru falleg. Völlurinn var blautur og erfiður en gríðarlega ánægjulegt að vinna," sagði Víðir í lokin en völlurinn varð fyrir skemmdum undanfarnar vikur vegna óveðurs.Guðjón: Margt hefur farið úrskeiðis „Þetta var erfitt á köflum þó sérstaklega í fyrri hálfleik, við mættum ekki nógu ákveðnir til leiks. Það virtist vera að menn áttuðu sig ekki á aðstæðum, þetta var erfið byrjun og það er mjög erfitt að vera 2-0 undir í hálfleik," sagði Guðjón Þórðarson eftir leik, en þetta er í fyrsta skiptið sem Guðjón fellur með lið. „Við náum að minnka muninn í seinni hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir þannig að staðreyndin er tap og fall. Margt hefur farið úrskeiðis og margir hlutir hafa gengið gegn okkur, hópurinn er fámennur og það er aldrei auðvelt," sagði Guðjón dapur í leikslok. „Staðreynd dagsins er sú að við erum fallnir og yfirleitt þegar lið falla er það vegna þess að þau eru ekki nógu góð. Það þurfa allir að kíkja á sína frammistöðu, ég þarf að kíkja á mína og mínir leikmenn þurfa að kíkja á sína. Við þurfum að meta það og vega hvernig við getum bætt það sem úrskeiðis hefur farið. Stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram, það er það sem við verðum að gera," sagði Guðjón en Grindavík er með góðan kjarna af ungum leikmönnum og Guðjón segir framtíðina bjarta.Magnús: Þurftum á þessu að halda „Já, við erum sáttir, byrjuðum leikinn frábærlega og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Eftir að við byrjuðum að spila með vindinn í bakið versnaði þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. „Það virðist vera að við séum betri með vindinn á móti okkur, við viljum halda boltanum á jörðinni og láta hann ganga, það kom í ljós í dag að við ráðum miklu betur við það að spila á móti vindinum heldur en nokkurntímann með honum," sagði Magnús, en sterkur vindur var á annað markið í dag. „Allt er þegar þrennt er, okkur tókst loksins að vinna þá hér í Eyjum. Auðvitað vill maður engum að falla, en við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti þannig við þurftum nauðsynlega á þessum stigum að halda," sagði Magnús en ÍBV hefur undanfarin tvö ár átt erfitt með Grindavík í Eyjum. ÍBV lyfti sér tímabundið upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
ÍBV vann góðan sigur á Grindvíkingum, 2-1, á Hásteinsvelli í dag. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en Grindavík náði að koma marki á Eyjamenn en nær komust þeir ekki. ÍBV komst því tímabundið upp í annað sæti deildarinnar en Grindvíkingar eru fallnir enda dugði þeim helst ekkert annað en sigur í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn miklu mun betur. Á 23. mínútu skoraði Christian Steen Olsen mark með vinstri fæti af frekar stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Víði Þorvarðarsyni, sem var hreint út sagt frábær í leiknum. Níu mínútum seinna eða á 32. mínútu fiskaði Víðir svo víti sem Andri Ólafsson skoraði úr af gríðarlegu öryggi. Vindurinn í Vestmannaeyjum í dag var sterkur og truflaði bæði lið í sínum aðgerðum, leikurinn varð því fyrir vikið aldrei mikið fyrir augað. Mikið var um tæklingar og baráttu en Garðar Örn Hinriksson leyfði leiknum vel að fljóta og var ekki að flauta mikið. Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar mjög sterkir til leiks og skoruðu mark á 51. mínútu leiksins þegar sending kom inná teiginn sem Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV, skallaði beint fyrir fætur Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði mark úr markteignum. Eftir þetta var eins og að slökkt hefði verið á leikmönnum, Grindvíkingar reyndu aðeins að sækja en það gekk ekki vel og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan 2-1, sanngjarn sigur Eyjamanna sem með þessum sigri komu sjálfum sér upp í 2. sætið á betra markahlutfalli en KR og sendu Grindvíkinga niður í fyrstu deild, þrátt fyrir það að þrjár umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.Víðir: Ekki gaman að sjá landsbyggðarlið falla "Þetta var fínn leikur af minni hálfu, en ég átti að dekka manninn sem skoraði markið, þannig að það er ekki allt gott í þessu," sagði Víðir Þorvarðarson leikmaður ÍBV, en hann átti stoðsendingu og fiskaði víti í leiknum í dag. „Það er aldrei gaman að landsbyggðarliðin fari niður, en það er betra að þetta voru þeir en ekki við," sagði Víðir, en Grindavík féll úr deildinni eftir þennan ósigur. „Það voru erfiðar aðstæður, völlurinn er erfiður og mikill vindur. Baráttuleikur, leikurinn var kannski ekki fallegur en stigin eru falleg. Völlurinn var blautur og erfiður en gríðarlega ánægjulegt að vinna," sagði Víðir í lokin en völlurinn varð fyrir skemmdum undanfarnar vikur vegna óveðurs.Guðjón: Margt hefur farið úrskeiðis „Þetta var erfitt á köflum þó sérstaklega í fyrri hálfleik, við mættum ekki nógu ákveðnir til leiks. Það virtist vera að menn áttuðu sig ekki á aðstæðum, þetta var erfið byrjun og það er mjög erfitt að vera 2-0 undir í hálfleik," sagði Guðjón Þórðarson eftir leik, en þetta er í fyrsta skiptið sem Guðjón fellur með lið. „Við náum að minnka muninn í seinni hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir þannig að staðreyndin er tap og fall. Margt hefur farið úrskeiðis og margir hlutir hafa gengið gegn okkur, hópurinn er fámennur og það er aldrei auðvelt," sagði Guðjón dapur í leikslok. „Staðreynd dagsins er sú að við erum fallnir og yfirleitt þegar lið falla er það vegna þess að þau eru ekki nógu góð. Það þurfa allir að kíkja á sína frammistöðu, ég þarf að kíkja á mína og mínir leikmenn þurfa að kíkja á sína. Við þurfum að meta það og vega hvernig við getum bætt það sem úrskeiðis hefur farið. Stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram, það er það sem við verðum að gera," sagði Guðjón en Grindavík er með góðan kjarna af ungum leikmönnum og Guðjón segir framtíðina bjarta.Magnús: Þurftum á þessu að halda „Já, við erum sáttir, byrjuðum leikinn frábærlega og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Eftir að við byrjuðum að spila með vindinn í bakið versnaði þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. „Það virðist vera að við séum betri með vindinn á móti okkur, við viljum halda boltanum á jörðinni og láta hann ganga, það kom í ljós í dag að við ráðum miklu betur við það að spila á móti vindinum heldur en nokkurntímann með honum," sagði Magnús, en sterkur vindur var á annað markið í dag. „Allt er þegar þrennt er, okkur tókst loksins að vinna þá hér í Eyjum. Auðvitað vill maður engum að falla, en við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti þannig við þurftum nauðsynlega á þessum stigum að halda," sagði Magnús en ÍBV hefur undanfarin tvö ár átt erfitt með Grindavík í Eyjum. ÍBV lyfti sér tímabundið upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira