Íslenski boltinn

Hlynur Atli Magnússon ökklabrotinn | Leikur ekki meira á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Framarar urðu fyrir miklu áfalli á dögunum þegar Hlynur Atli Magnússon miðvörður liðsins varð fyrir því óláni að ökklabrotna. Hann mun ekki eðlilega ekki leika meira með félaginu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili.

Það er mbl.is sem greinir frá þessu. Hlynur ku hafa misstígið sig illa með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði en þetta er gríðarlegt áfall fyrir Framara sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Fram mætir Keflavík kl 17:00 síðar í dag og þá er spurning hvernig Þorvaldur Örlygsson, þjálfari liðsins, stillir upp varnarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×