Kvíðir því að sjá Djúpið Karen Kjartansdóttir skrifar 18. september 2012 18:45 Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. Þann 11. mars 1984 fórst skipið Hellisey austur af Stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey einum skipverjanna, Guðlaugi Friðþórssyni, sem þá var 22 ára, tókst að synda í land, afrek hans þekkja flestir Íslendingar. Valur Smári Geirsson, 26 ára fórst í slysinu. Hann lét eftir sig unga unnustu og tvö ung börn. Hann hefði orðið 55 ára í dag hefði hann lifað. Sonur hans Aðalbjörn Þorgeir var sjö ára þegar slysið varð. „Það fyrsta sem ég man eftir slysið var að ég vaknaði upp við smá læti heima hjá mér," segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson. „Þá var kominn prestur og einhver maður frá útgerðinni til að tilkynna mömmu og bræðrum hans pabba um það að hann hefði farist, ég var vinsamlegast beðinn um að fara inn í herbergi aftur á meðan það væri verið að ræða hlutina. Það er það fyrsta sem ég man eftir alla veganna, svo blokka ég svolítið á tímabilið þar á eftir. Ég man bara það sem mér er sagt." Hann segir sárt hve atburðurinn er sífellt rifjaður upp. „En oft er það ekkert vondur hlutur, það er bara hvernig það er talað um þetta getur verið svolítið erfitt að kyngja stundum. Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan." Hann segir að þótt hann viti ekkert hvernig líf hans hefði orðið ef faðir hans hefði ekki farist hafi atburðurinn eflaust markað líf hans. „Maður hefur í gegnum tíðina hugsað mjög mikið um þetta en reynt að muna góðu stundirnar líka þótt hitt sé oft efst í huga manns." Kvikmyndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er nú mjög til umræðu. Aðalbjörn segir að hann hafi ekki verið viss um hvað honum þætti um að verið væri að kvikmynda söguna. „Síðan langaði mig svolítið mikið til að sjá hana. Það voru meðlimir í fjölskyldunni sem voru ekkert sáttir en svo hafði Baltasar samband við mömmu mína og þau spjölluðu saman um þetta og þá svona varð þetta bara allt í lagi." Fjölskyldum þeirra sem fórust var boðið á frumsýninguna en Aðalbjörn segir að fólk hafi ekki treyst sér að horfa á myndina fyrir framan fjölda fólks. Því verði efnt til sérsýningar næsta fimmtudag. „Þetta getur verið svolítið erfitt og átakamikið að horfa á svona mynd. Þannig við vildum frekar vera í friði og hann bauð þá bara upp á það, hann Baltasar." Ertu kvíðin? „Já í bland, ég hlakka líka til að sjá þetta. En ég er samt aðeins meira kvíðinn." Hann vonast til þess að myndin veki athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður. „Hann hefði orðið 55 ára í dag. Ég held yfirleitt upp á afmælið hans með því að kveikja á kerti við hlið myndar af honum og hugsa aðeins aftur í tímann." Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. Þann 11. mars 1984 fórst skipið Hellisey austur af Stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey einum skipverjanna, Guðlaugi Friðþórssyni, sem þá var 22 ára, tókst að synda í land, afrek hans þekkja flestir Íslendingar. Valur Smári Geirsson, 26 ára fórst í slysinu. Hann lét eftir sig unga unnustu og tvö ung börn. Hann hefði orðið 55 ára í dag hefði hann lifað. Sonur hans Aðalbjörn Þorgeir var sjö ára þegar slysið varð. „Það fyrsta sem ég man eftir slysið var að ég vaknaði upp við smá læti heima hjá mér," segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson. „Þá var kominn prestur og einhver maður frá útgerðinni til að tilkynna mömmu og bræðrum hans pabba um það að hann hefði farist, ég var vinsamlegast beðinn um að fara inn í herbergi aftur á meðan það væri verið að ræða hlutina. Það er það fyrsta sem ég man eftir alla veganna, svo blokka ég svolítið á tímabilið þar á eftir. Ég man bara það sem mér er sagt." Hann segir sárt hve atburðurinn er sífellt rifjaður upp. „En oft er það ekkert vondur hlutur, það er bara hvernig það er talað um þetta getur verið svolítið erfitt að kyngja stundum. Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan." Hann segir að þótt hann viti ekkert hvernig líf hans hefði orðið ef faðir hans hefði ekki farist hafi atburðurinn eflaust markað líf hans. „Maður hefur í gegnum tíðina hugsað mjög mikið um þetta en reynt að muna góðu stundirnar líka þótt hitt sé oft efst í huga manns." Kvikmyndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er nú mjög til umræðu. Aðalbjörn segir að hann hafi ekki verið viss um hvað honum þætti um að verið væri að kvikmynda söguna. „Síðan langaði mig svolítið mikið til að sjá hana. Það voru meðlimir í fjölskyldunni sem voru ekkert sáttir en svo hafði Baltasar samband við mömmu mína og þau spjölluðu saman um þetta og þá svona varð þetta bara allt í lagi." Fjölskyldum þeirra sem fórust var boðið á frumsýninguna en Aðalbjörn segir að fólk hafi ekki treyst sér að horfa á myndina fyrir framan fjölda fólks. Því verði efnt til sérsýningar næsta fimmtudag. „Þetta getur verið svolítið erfitt og átakamikið að horfa á svona mynd. Þannig við vildum frekar vera í friði og hann bauð þá bara upp á það, hann Baltasar." Ertu kvíðin? „Já í bland, ég hlakka líka til að sjá þetta. En ég er samt aðeins meira kvíðinn." Hann vonast til þess að myndin veki athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður. „Hann hefði orðið 55 ára í dag. Ég held yfirleitt upp á afmælið hans með því að kveikja á kerti við hlið myndar af honum og hugsa aðeins aftur í tímann."
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent