Kvíðir því að sjá Djúpið Karen Kjartansdóttir skrifar 18. september 2012 18:45 Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. Þann 11. mars 1984 fórst skipið Hellisey austur af Stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey einum skipverjanna, Guðlaugi Friðþórssyni, sem þá var 22 ára, tókst að synda í land, afrek hans þekkja flestir Íslendingar. Valur Smári Geirsson, 26 ára fórst í slysinu. Hann lét eftir sig unga unnustu og tvö ung börn. Hann hefði orðið 55 ára í dag hefði hann lifað. Sonur hans Aðalbjörn Þorgeir var sjö ára þegar slysið varð. „Það fyrsta sem ég man eftir slysið var að ég vaknaði upp við smá læti heima hjá mér," segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson. „Þá var kominn prestur og einhver maður frá útgerðinni til að tilkynna mömmu og bræðrum hans pabba um það að hann hefði farist, ég var vinsamlegast beðinn um að fara inn í herbergi aftur á meðan það væri verið að ræða hlutina. Það er það fyrsta sem ég man eftir alla veganna, svo blokka ég svolítið á tímabilið þar á eftir. Ég man bara það sem mér er sagt." Hann segir sárt hve atburðurinn er sífellt rifjaður upp. „En oft er það ekkert vondur hlutur, það er bara hvernig það er talað um þetta getur verið svolítið erfitt að kyngja stundum. Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan." Hann segir að þótt hann viti ekkert hvernig líf hans hefði orðið ef faðir hans hefði ekki farist hafi atburðurinn eflaust markað líf hans. „Maður hefur í gegnum tíðina hugsað mjög mikið um þetta en reynt að muna góðu stundirnar líka þótt hitt sé oft efst í huga manns." Kvikmyndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er nú mjög til umræðu. Aðalbjörn segir að hann hafi ekki verið viss um hvað honum þætti um að verið væri að kvikmynda söguna. „Síðan langaði mig svolítið mikið til að sjá hana. Það voru meðlimir í fjölskyldunni sem voru ekkert sáttir en svo hafði Baltasar samband við mömmu mína og þau spjölluðu saman um þetta og þá svona varð þetta bara allt í lagi." Fjölskyldum þeirra sem fórust var boðið á frumsýninguna en Aðalbjörn segir að fólk hafi ekki treyst sér að horfa á myndina fyrir framan fjölda fólks. Því verði efnt til sérsýningar næsta fimmtudag. „Þetta getur verið svolítið erfitt og átakamikið að horfa á svona mynd. Þannig við vildum frekar vera í friði og hann bauð þá bara upp á það, hann Baltasar." Ertu kvíðin? „Já í bland, ég hlakka líka til að sjá þetta. En ég er samt aðeins meira kvíðinn." Hann vonast til þess að myndin veki athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður. „Hann hefði orðið 55 ára í dag. Ég held yfirleitt upp á afmælið hans með því að kveikja á kerti við hlið myndar af honum og hugsa aðeins aftur í tímann." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. Þann 11. mars 1984 fórst skipið Hellisey austur af Stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey einum skipverjanna, Guðlaugi Friðþórssyni, sem þá var 22 ára, tókst að synda í land, afrek hans þekkja flestir Íslendingar. Valur Smári Geirsson, 26 ára fórst í slysinu. Hann lét eftir sig unga unnustu og tvö ung börn. Hann hefði orðið 55 ára í dag hefði hann lifað. Sonur hans Aðalbjörn Þorgeir var sjö ára þegar slysið varð. „Það fyrsta sem ég man eftir slysið var að ég vaknaði upp við smá læti heima hjá mér," segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson. „Þá var kominn prestur og einhver maður frá útgerðinni til að tilkynna mömmu og bræðrum hans pabba um það að hann hefði farist, ég var vinsamlegast beðinn um að fara inn í herbergi aftur á meðan það væri verið að ræða hlutina. Það er það fyrsta sem ég man eftir alla veganna, svo blokka ég svolítið á tímabilið þar á eftir. Ég man bara það sem mér er sagt." Hann segir sárt hve atburðurinn er sífellt rifjaður upp. „En oft er það ekkert vondur hlutur, það er bara hvernig það er talað um þetta getur verið svolítið erfitt að kyngja stundum. Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan." Hann segir að þótt hann viti ekkert hvernig líf hans hefði orðið ef faðir hans hefði ekki farist hafi atburðurinn eflaust markað líf hans. „Maður hefur í gegnum tíðina hugsað mjög mikið um þetta en reynt að muna góðu stundirnar líka þótt hitt sé oft efst í huga manns." Kvikmyndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er nú mjög til umræðu. Aðalbjörn segir að hann hafi ekki verið viss um hvað honum þætti um að verið væri að kvikmynda söguna. „Síðan langaði mig svolítið mikið til að sjá hana. Það voru meðlimir í fjölskyldunni sem voru ekkert sáttir en svo hafði Baltasar samband við mömmu mína og þau spjölluðu saman um þetta og þá svona varð þetta bara allt í lagi." Fjölskyldum þeirra sem fórust var boðið á frumsýninguna en Aðalbjörn segir að fólk hafi ekki treyst sér að horfa á myndina fyrir framan fjölda fólks. Því verði efnt til sérsýningar næsta fimmtudag. „Þetta getur verið svolítið erfitt og átakamikið að horfa á svona mynd. Þannig við vildum frekar vera í friði og hann bauð þá bara upp á það, hann Baltasar." Ertu kvíðin? „Já í bland, ég hlakka líka til að sjá þetta. En ég er samt aðeins meira kvíðinn." Hann vonast til þess að myndin veki athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður. „Hann hefði orðið 55 ára í dag. Ég held yfirleitt upp á afmælið hans með því að kveikja á kerti við hlið myndar af honum og hugsa aðeins aftur í tímann."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira