Innlent

Flestir ganga eða hjóla í skólann

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla hefur hjólað eða gengið í skólann síðustu daga en nú stendur yfir átakið Göngum/hjólum í skólann í grunnskólum borgarinnar. Átakið hvetur börn og starfsfólk til aukinnar hreyfingar.

Fossvogsskóli hefur tekið átakið alvarlega enda er auðvelt að ferðast um Fossvoginn á hjóli. Mikill meirihluti barna og starfsfólks í skólanum hefur svarað kallinu og yfir 90% hjóla eða ganga í skólann á degi hverjum. Við skólann er grind fyrir um 160 reiðhjól en á góðum degi í haust hafa verið um 200 hjól á svæðinu.

Til að kynda enn undir áhuga barnanna á hjólum hefur hjólagúrúið Sesselja Traustadóttir kennt nemendum í 6. og 7. bekk hvernig á að umgangast reiðhjól og gera við þau á miðvikudagsmorgnum nú í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×