Jóhanna ætlar að ákveða sig þegar nær dregur kosningum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2012 19:28 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. Tillagan var lögð fram á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hilton Nordica í dag svo hægt yrði að kjósa nýja forystu eða að núverandi forysta gæti endurnýjað umboð sitt. Andrés Jónsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, var einn þeirra sem lagði tillöguna fram. Áður hafði framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar lagst gegn því að landsfundi yrði flýtt, en aðeins örfáir mánuðir eru frá síðasta landsfundi flokksins. Hún var síðan dregin til baka á fjórða tímanum í dag. Næsti landsfundur verður því að óbreyttu í febrúar eða mars á næsta ári. En ætlar Jóhanna að gefa kost á sér áfram? „Ég hef einsett mér að klára þau verkefni sem eru stór og mikil. Fiskveiðistjórnun, stjórnarskráin, rammaáætlun og auðlindamálin almennt. Þetta eru verk sem ég ætla mér að klára og svo verðum við bara að sjá hvað setur þegar nær líður kosningum hvað ég geri. Ég áskil mér auðvitað allan rétt í því og að gefa út hvenær ég áforma að hætta." Fyrr um morguninn flutti forsætisráðherra ávarp við setningu fundarins. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á fundinum að ef ríkisstjórninni tækist að klára stór mál sem hún hefði einsett sér að klára þyrfti Samfylkingin ekki að kvíða þess að leggja verk sín í dóm kjósenda í næstu kosningum. Jóhanna nefndi þar m.a breytingar á stjórnarskránni, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og aðildarviðræður við ESB. „Þær kosningar munu fyrst og síðast snúast um það hvernig sú ríkisstjórn sem nú starfar, og þeir flokkar sem að henni standa, nýttu það sögulega tækifæri sem þeir fengu í síðustu alþingiskosningum - til að reisa íslenskt samfélag úr rústum hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og koma því kyrfilega á braut jafnaðarstefnunnar," sagði forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. Tillagan var lögð fram á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hilton Nordica í dag svo hægt yrði að kjósa nýja forystu eða að núverandi forysta gæti endurnýjað umboð sitt. Andrés Jónsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, var einn þeirra sem lagði tillöguna fram. Áður hafði framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar lagst gegn því að landsfundi yrði flýtt, en aðeins örfáir mánuðir eru frá síðasta landsfundi flokksins. Hún var síðan dregin til baka á fjórða tímanum í dag. Næsti landsfundur verður því að óbreyttu í febrúar eða mars á næsta ári. En ætlar Jóhanna að gefa kost á sér áfram? „Ég hef einsett mér að klára þau verkefni sem eru stór og mikil. Fiskveiðistjórnun, stjórnarskráin, rammaáætlun og auðlindamálin almennt. Þetta eru verk sem ég ætla mér að klára og svo verðum við bara að sjá hvað setur þegar nær líður kosningum hvað ég geri. Ég áskil mér auðvitað allan rétt í því og að gefa út hvenær ég áforma að hætta." Fyrr um morguninn flutti forsætisráðherra ávarp við setningu fundarins. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á fundinum að ef ríkisstjórninni tækist að klára stór mál sem hún hefði einsett sér að klára þyrfti Samfylkingin ekki að kvíða þess að leggja verk sín í dóm kjósenda í næstu kosningum. Jóhanna nefndi þar m.a breytingar á stjórnarskránni, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og aðildarviðræður við ESB. „Þær kosningar munu fyrst og síðast snúast um það hvernig sú ríkisstjórn sem nú starfar, og þeir flokkar sem að henni standa, nýttu það sögulega tækifæri sem þeir fengu í síðustu alþingiskosningum - til að reisa íslenskt samfélag úr rústum hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og koma því kyrfilega á braut jafnaðarstefnunnar," sagði forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira