Innlent

Óskuðu Vilhjálmi og Kate til hamingju

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Michelle Obama sendu Vilhjálmi prins og Kate Middleton eigkonu hans, hamingjuóskir í dag eftir að breska konungshirðin staðfesti að Kate væri ólétt.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Michelle Obama sendu Vilhjálmi prins og Kate Middleton eigkonu hans, hamingjuóskir í dag eftir að breska konungshirðin staðfesti að Kate væri ólétt. Mynd/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Michelle Obama sendu Vilhjálmi prins og Kate Middleton eigkonu hans, hamingjuóskir í dag eftir að breska konungshirðin staðfesti að Kate væri ófrísk.

„Við hér í Hvíta húsinu, einkum forsetinn og forsetafrúin, sendum hertoganum og hertogaynjunni af Cambridge hamingjuóskir vegna þeirra frétta frá London að þau eigi von á sínu fyrsta barni," segir í tilkynningu frá Jay Carney, talsmanni Hvíta hússins.

Vilhjálmur og Kate giftu sig í apríl í fyrra og hafa nokkur slúðurblöð í Bretlandi birt fréttir undanfarnar vikur þess efnis að Kate væri ófrísk. Það hefur nú verið staðfest, eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×