Sigurður Ragnar: Getum varist vel á móti bestu liðum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2012 07:30 Hallbera Gísladóttir í leiknum á móti Þýskalandi í gær.Nordicphotos/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. „Maður er aldrei ánægður með að tapa en frammistaðan hjá liðinu var góð í leiknum og sérstaklega voru þær sterkar og vel skipulagðar varnarlega," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson en Margrét Lára Viðarsdóttir komst næst því að skora þegar hún átti sláarskot úr hornspyrnu í lok fyrri hálfleiksins. „Ég var mjög ánægður með þetta því þetta er eitt allra besta liðið í heimi. Við vorum auðvitað að verjast stóran hluta leiksins og náðum lítið að skapa okkur sóknarlega. Það sem við tökum út úr þessu er að við getum varist mjög vel á móti allra bestu liðum heims," segir Sigurður Ragnar. Íslenska kvennalandsliðið hefur tapað öllum tólf leikjum sínum við Þýskaland en tveir þeir síðustu hafa aðeins tapast 0-1. „Ísland hefur aldrei unnið Þýskaland og við skoruðum síðast á móti þeim árið 1987 og markatalan fyrir leikinn var 3-47. Við erum klárlega að nálgast þær. Okkur fannst við vera meira inni í þessum leik en á móti þeim í lokakeppninni. Við gáfum sjaldnar færi á okkur núna og við finnum að við erum að nálgast bestu liðin í getu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar hrósaði þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Mist Edvardsdóttur sem voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu, Gunnhildur á miðjunni og Mist í miðri vörninni með fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur. „Við hentum þeim út í djúpu laugina og ef þú getur spilað vel á móti Þýskalandi þá ættir þú að geta það á móti flestum liðum í heimi. Ég var mjög ánægður með það hvernig þær stóðu sig í leiknum og það er ekki auðvelt að byrja inn á með mjög litla landsleikjareynslu," segir Sigruður Ragnar. „Við tökum það með okkur út úr leiknum sem var gott og reynum að byggja ofan á það. Það er stutt í næsta leik og það er líka mjög sterkt lið, Svíþjóð. Okkur hefur aðeins einu sinni tekist að vinna þær þannig að það verður bara annað mjög gott próf fyrir liðið," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsþjálfari var sáttur við frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik Algarve-bikarsins. Anja Mittag tryggði þýska liðinu sigurinn á 25. mínútu leiksins. „Maður er aldrei ánægður með að tapa en frammistaðan hjá liðinu var góð í leiknum og sérstaklega voru þær sterkar og vel skipulagðar varnarlega," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson en Margrét Lára Viðarsdóttir komst næst því að skora þegar hún átti sláarskot úr hornspyrnu í lok fyrri hálfleiksins. „Ég var mjög ánægður með þetta því þetta er eitt allra besta liðið í heimi. Við vorum auðvitað að verjast stóran hluta leiksins og náðum lítið að skapa okkur sóknarlega. Það sem við tökum út úr þessu er að við getum varist mjög vel á móti allra bestu liðum heims," segir Sigurður Ragnar. Íslenska kvennalandsliðið hefur tapað öllum tólf leikjum sínum við Þýskaland en tveir þeir síðustu hafa aðeins tapast 0-1. „Ísland hefur aldrei unnið Þýskaland og við skoruðum síðast á móti þeim árið 1987 og markatalan fyrir leikinn var 3-47. Við erum klárlega að nálgast þær. Okkur fannst við vera meira inni í þessum leik en á móti þeim í lokakeppninni. Við gáfum sjaldnar færi á okkur núna og við finnum að við erum að nálgast bestu liðin í getu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar hrósaði þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Mist Edvardsdóttur sem voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu, Gunnhildur á miðjunni og Mist í miðri vörninni með fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur. „Við hentum þeim út í djúpu laugina og ef þú getur spilað vel á móti Þýskalandi þá ættir þú að geta það á móti flestum liðum í heimi. Ég var mjög ánægður með það hvernig þær stóðu sig í leiknum og það er ekki auðvelt að byrja inn á með mjög litla landsleikjareynslu," segir Sigruður Ragnar. „Við tökum það með okkur út úr leiknum sem var gott og reynum að byggja ofan á það. Það er stutt í næsta leik og það er líka mjög sterkt lið, Svíþjóð. Okkur hefur aðeins einu sinni tekist að vinna þær þannig að það verður bara annað mjög gott próf fyrir liðið," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira