Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu 11. apríl 2012 14:28 Falung Gong iðkendur árið 2002. Iðkendurnir hafa af einhverjum ástæðum verið álitnir ógn við kínverska alþýðulýðveldinu af óljósum ástæðum. „Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26