Íslenski boltinn

ÍBV kvartar undan Silfurskeiðinni

Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Knattspyrnudeild ÍBV hefur ákveðið að senda inn formlega kvörtun til KSÍ vegna hegðunar stuðningsmanna Stjörnunnar á leik liðanna í Eyjum í vikunni.

Að því er fram kemur á vef Eyjafrétta var stuðningsmannahópurinn, sem kallar sig Silfurskeiðina, með stríðni í garð Tryggva Guðmundssonar sem er nýkominn úr áfengismeðferð.

Þeir sungu hvort Tryggvi ætlaði að koma með þeim á "fyllerí" og einnig mætti einn áhorfandi með veiðistöng og á henni hékk bjórflaska sem ku hafa verið ætluð markahróknum mikla.

Þess utan var hasar á milli stuðningsmanna liðanna á leiknum og þurfti meðal annars að kalla út lögreglu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×