Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2 Leifur Viðarsson skrifar 12. ágúst 2012 00:01 Mynd/Daníel Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að hvorugt liðanna vildi lenda undir snemma. Þó komu örfá hálffæri hjá báðum liðum en Selfyssingarnir virtust í við líflegri og líklegri fyrsta hálftímann. Selfyssingar náðu meðal annars að skora mark á 22. mínútu leiksins þegar Bernard Brons skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og dæmdi aukaspyrnu á Brons. Selfyssingar skoruðu síðan þrjú marka sinna á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Það fyrsta kom eftir góða baráttu Jon Andre Royrane sem vann boltann inni í teig og gaf hann út. Þar kom Jón Daði Böðvarsson askvaðandi og átti fast skot sem endaði í netmöskvunum. Skömmu síðar lék Jón Daði upp kantinn og lék á nokkra Framara og laumaði honum síðan inn á Viðar Örn Kjartansson sem átti gott hlaup inn í teig og var ekki í vandræðum með að koma honum í netið einn á móti markmanni. Þriðja mark Selfyssinga kom eftir klaufaleg mistök hjá Ögmundi Kristinssyni sem hitti ekki boltann eftir sendingu frá varnarmanni. Jon Andre Royrane pressaði á hann og náði af honum boltanum og setti hann í autt netið. Frábær endasprettur hjá Selfyssingum í fyrri hálfleiknum og Framarar virtust slegnir út af laginu. Fram hófu aftur á móti síðari hálfleikinn með ágætis pressu fyrstu tíu mínúturnar en vörn Selfyssinga hélt og heimamenn svöruðu með nokkrum hættulegum skyndisóknum þar sem Jon Andre, Jón Daði og Viðar áttu flotta spretti. Umdeilt atvik átti sér stað á 61. mínútu þegar Viðar virtist felldur inni í teig en dómari leiksins dæmdi ekkert. Fjórða mark Selfyssing kom einmitt eftir eina af hættulegum skyndisóknum liðsins þar sem Jon Andre vann boltann og kom honum inn á Viðar Örn sem stakk honum inn á Jón Daða. Jón lék síðan á einn varnarmann og átti gott skot sem endaði í netinu. Framarar náðu hins vegar að klóra í bakkann og minnkuðu muninn á 77. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak hjá Almarri Ormarssyni sem lék boltanum frá eiginn vítateig yfir allan völlinn og skoraði gott mark. Almarr var aftur á ferðinni í lok leiks eftir mistök hjá fyrirliða Selfoss sem reyndi að skýla boltanum er hann var á leið aftur fyrir endamörk. Góð barátta skilaði boltanum inn í teig þar sem Almarr kom á meiri ferðinni og skaut föstu skoti í fjærhornið. Fyrir leikinn voru Selfyssingar búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki unnið í tíu umferðum en með sigri eru þeir aðeins tveimur stigum á eftir Fram og því komin mikil spenna í botnbaráttuna nú þegar haustið skellur á. Logi: Hlupum meira og börðumst meira.Mynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, vann í kvöld sinn 100. Leik í efstu deild og var ánægður með frammistöðu sinna manna. "Það er ánægjulegt að hafa loksins náð að landa sigri eftir að hafa verið í miklu streði á undangengum vikum og oft á tíðum átt góðan leik en ekki náð að sigra, sofnað á verðinum og ekki haldið út í 90 mínútur en það gekk í dag og ég er virkilega ánægður með framlag leikmanna í dag," sagði Logi. "Við höfum átt í erfiðleikum með að nýta færin og verið klaufar upp við eigið mark en núna kannski hlupum við meira og börðumst meira heldur en mótherjinn og þá eru meiri líkur á að við sigrum og það gerðum við í dag." "Ég er ánægður með alla leikmenninga í þessum leik og síðasta vika hefur verið virkilega góð hjá okkur á æfingum og menn einbeittir þannig að þetta er sigur liðsheildarinnar." "Varðandi þessi vafaatriði tvö þá get ég bara sagt að ég hefði viljað fá markið og ég hefði viljað fá vítið, annað hef ég ekkert um það að segja." Jón Daði: Mér er skítsama um einhverja þrennuMynd/Daníel"Þetta var frábær sigur og allir ellefu sýndu mikla vinnusemi. Mér er skítsama um einhverja þrennu það eru þessi þrjú stig sem skipta máli, hitt er bara bónus," sagði Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem skoraði tvö og lagði upp eitt í sigrinum á Fram. "Við erum ennþá í fallbaráttu og þurfum að eiga toppleik á móti Grindavík og ég vona bara að við náum allir að núllstilla okkur fyrir þann leik og ætlum okkur að mæta grimmir." Þorvaldur: Þetta var bara lélegtÞorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, var fámáll eftir leik. "Þetta var bara lélegt, fyrri hálfleikur arfaslakur, ósköp einfalt. Menn voru lélegir frá A-Ö, gátu ekki stoppað boltann, gátu ekki sent boltann voru að leita eftir löngum boltum. Það eru leikir eftir og þetta er orðið þéttara á botninum núna en við bara verðum að taka okkur á," sagði Þorvaldur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að hvorugt liðanna vildi lenda undir snemma. Þó komu örfá hálffæri hjá báðum liðum en Selfyssingarnir virtust í við líflegri og líklegri fyrsta hálftímann. Selfyssingar náðu meðal annars að skora mark á 22. mínútu leiksins þegar Bernard Brons skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og dæmdi aukaspyrnu á Brons. Selfyssingar skoruðu síðan þrjú marka sinna á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Það fyrsta kom eftir góða baráttu Jon Andre Royrane sem vann boltann inni í teig og gaf hann út. Þar kom Jón Daði Böðvarsson askvaðandi og átti fast skot sem endaði í netmöskvunum. Skömmu síðar lék Jón Daði upp kantinn og lék á nokkra Framara og laumaði honum síðan inn á Viðar Örn Kjartansson sem átti gott hlaup inn í teig og var ekki í vandræðum með að koma honum í netið einn á móti markmanni. Þriðja mark Selfyssinga kom eftir klaufaleg mistök hjá Ögmundi Kristinssyni sem hitti ekki boltann eftir sendingu frá varnarmanni. Jon Andre Royrane pressaði á hann og náði af honum boltanum og setti hann í autt netið. Frábær endasprettur hjá Selfyssingum í fyrri hálfleiknum og Framarar virtust slegnir út af laginu. Fram hófu aftur á móti síðari hálfleikinn með ágætis pressu fyrstu tíu mínúturnar en vörn Selfyssinga hélt og heimamenn svöruðu með nokkrum hættulegum skyndisóknum þar sem Jon Andre, Jón Daði og Viðar áttu flotta spretti. Umdeilt atvik átti sér stað á 61. mínútu þegar Viðar virtist felldur inni í teig en dómari leiksins dæmdi ekkert. Fjórða mark Selfyssing kom einmitt eftir eina af hættulegum skyndisóknum liðsins þar sem Jon Andre vann boltann og kom honum inn á Viðar Örn sem stakk honum inn á Jón Daða. Jón lék síðan á einn varnarmann og átti gott skot sem endaði í netinu. Framarar náðu hins vegar að klóra í bakkann og minnkuðu muninn á 77. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak hjá Almarri Ormarssyni sem lék boltanum frá eiginn vítateig yfir allan völlinn og skoraði gott mark. Almarr var aftur á ferðinni í lok leiks eftir mistök hjá fyrirliða Selfoss sem reyndi að skýla boltanum er hann var á leið aftur fyrir endamörk. Góð barátta skilaði boltanum inn í teig þar sem Almarr kom á meiri ferðinni og skaut föstu skoti í fjærhornið. Fyrir leikinn voru Selfyssingar búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki unnið í tíu umferðum en með sigri eru þeir aðeins tveimur stigum á eftir Fram og því komin mikil spenna í botnbaráttuna nú þegar haustið skellur á. Logi: Hlupum meira og börðumst meira.Mynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, vann í kvöld sinn 100. Leik í efstu deild og var ánægður með frammistöðu sinna manna. "Það er ánægjulegt að hafa loksins náð að landa sigri eftir að hafa verið í miklu streði á undangengum vikum og oft á tíðum átt góðan leik en ekki náð að sigra, sofnað á verðinum og ekki haldið út í 90 mínútur en það gekk í dag og ég er virkilega ánægður með framlag leikmanna í dag," sagði Logi. "Við höfum átt í erfiðleikum með að nýta færin og verið klaufar upp við eigið mark en núna kannski hlupum við meira og börðumst meira heldur en mótherjinn og þá eru meiri líkur á að við sigrum og það gerðum við í dag." "Ég er ánægður með alla leikmenninga í þessum leik og síðasta vika hefur verið virkilega góð hjá okkur á æfingum og menn einbeittir þannig að þetta er sigur liðsheildarinnar." "Varðandi þessi vafaatriði tvö þá get ég bara sagt að ég hefði viljað fá markið og ég hefði viljað fá vítið, annað hef ég ekkert um það að segja." Jón Daði: Mér er skítsama um einhverja þrennuMynd/Daníel"Þetta var frábær sigur og allir ellefu sýndu mikla vinnusemi. Mér er skítsama um einhverja þrennu það eru þessi þrjú stig sem skipta máli, hitt er bara bónus," sagði Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem skoraði tvö og lagði upp eitt í sigrinum á Fram. "Við erum ennþá í fallbaráttu og þurfum að eiga toppleik á móti Grindavík og ég vona bara að við náum allir að núllstilla okkur fyrir þann leik og ætlum okkur að mæta grimmir." Þorvaldur: Þetta var bara lélegtÞorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, var fámáll eftir leik. "Þetta var bara lélegt, fyrri hálfleikur arfaslakur, ósköp einfalt. Menn voru lélegir frá A-Ö, gátu ekki stoppað boltann, gátu ekki sent boltann voru að leita eftir löngum boltum. Það eru leikir eftir og þetta er orðið þéttara á botninum núna en við bara verðum að taka okkur á," sagði Þorvaldur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira