Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍA 2-3 Helgi Þór Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí. Dean Edward Martin og Einar Logi Einarsson komu Skagamönnum í 2-0 á fyrstu 23 mínútunum en Jóhann Birnir Guðmundsson minnkaði muninn á 37. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson kom Skagamönnum í 3-1 út vítaspyrnu á 64. mínútu og þannig var staðan þar til að Jóhann Birnir skoraði lokamark leiksins í uppbótartíma. Skagamenn gerðu góða ferð til Keflavíkur í kvöld og unnu nokkuð sanngjarnan 2-3 vinnusigur á heimamönnum í Keflavík. Með sigrinum fara Skagamenn upp í 4. sæti deildarinnar með 24 stig en Keflvíkingar eru í 7. sætinu með 21 stig. Skagamenn hófu leikinn með miklum látum og skoruðu fyrsta markið strax á 5. mínútu leiksins þegar Dean Martin kom boltanum í markið eftir þunga sókn Skagamanna. Yfirburðir Skagamanna héldu áfram og þeir uppskáru annað mark á 23. mínútu þegar Einar Logi Einarsson skoraði gott mark, þá barst boltinn til Einars eftir klafs í vítateig Keflvíkinga í kjölfar hornspyrnu. Eftir markið virtust Keflvíkingar hressast og náðu að vinna sig inn í leikinn og minnka muninn á 37. mínútu þegar Jóhann Birnir sett boltann í net Skagamanna úr markteignum eftir frábærann undirbúning Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn líkt og þeir luku þeim fyrri og voru ívið sterkari aðilinn framan af en það voru hins vegar Skagamenn sem skoruðu á 64. mínútu þegar Jóhannes Karl skoraði úr vítaspyrnu. Haraldur Freyr braut þá á Garðari Gunnlaugssyni sem var búinn að leika á Harald og var kominn í ákjósanlegt færi í miðjum vítateig Keflvíkinga einn gegn Ómari, Haraldur mátti prísa sig sælann að sleppa við spjaldið þar. Eftir þetta sigldu Skagamenn sigrinum nokkuð þægilega í höfn þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi náð að minnka muninn undir blá lokin og hleypa örlítilli spennu í loka mínúturnar. Heilt yfir nokkuð sanngjarn vinnusigur Skagamanna í kvöld sem hleypir þeim upp í 4. sæti deildarinnar og heldur möguleikum þeirra á Evrópu sæti ennþá opnum. Keflvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi í undanförnum leikjum og halda áfram að sigla lygnan sjó um miðja deild. Zoran: Varnarleikur liðsins var mjög slakur í dag"Mér fannst við koma mjög illa inn í leikinn. Við vorum ekki tilbúnir og vorum undir í baráttunni, þeir voru að vinna alla seinni bolta og voru mikið fljótari og refsuðu fyrir okkar mistök. Eftir hálftíma komumst við loksins í gang og skorum mark og náum upp betri leik. Svo í seinni hálfleik byrjum við ágætlega og erum að stjórna leiknum en gerum þvílík mistök í vorninni og fáum á okkur mark, eftir það var þetta mjög erfitt, eiginlega bara búið og þetta var bara sanngjarn sigur," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur "Varnarleikur liðsins var mjög slakur í dag og við verðum að fara yfir hann, þetta má ekki gerast aftur. Menn vildu meira úr þessu leik en okkur vantar þolinmæði, sérstaklega varnarlega. Við vorum að opna okkur allt of mikið og menn ekki að skila sér nógu fljótt til baka og þeir bara refsuðu okkur," sagði Zoran. Jóhannes Karl: Ætlum að vera með í baráttunni um EvrópusætinMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson"Þetta var algjörlega það sem við lögðum upp með í dag að mæta mjög sterkir til leiks, við ætluðum að vera þéttir til baka og loka svæðum fyrir Keflvíkinga. Við höfum séð það í sumar að þeir eru að spila mjög vel og skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Þannig að við vildum reyna að loka á Jóa og Gumma Steinars og það tókst, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við líka hættulegir fram á við og náðum að skapa ágætis sóknir sem við náðum að nýta líka," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna. "Það var frábært að komast 2-0 yfir svona snemma í leiknum og ná mikilli forystu með því, en þeir sýndu líka að þegar við misstum boltann hátt á vellinum hvað þeir eru hættulegir í skyndisóknum og skoruðu ágætt mark. En fyrir utan það fannst mér þeir ekki skapa nein færi í fyrri hálfleik, þannig að staðan í hálfleik var kannski sanngjörn". "Við byrjuðum mótið vel en lentum svo í smá lægð en höfum verið sterkir í síðustu leikjum og ætlum algjörlega að keyra á það að vera með í baráttu um evrópusæti," sagði Jóhannes um baráttuna um Evrópusætin. Þórður Þórðarson: Ánægður með liðið í dag"Ég er ánægður með liðið í dag, þeir stóðu sig virkilega vel. Fyrsta hálftímann fannst mér við vera með yfirburði á vellinum en duttum svo aðeins niður síðasta korterið og hleyptum þeim inn í leikinn að óþörfu. En svo fannst mér við spila bara nokkuð solid seinni hálfleik. Eftir að við skorum úr vítinu þá var ekki aftur snúið, þeir áttu ekki séns eftir það," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. "Ég er mjög ánægður með liðið í dag við vorum að spila virkilega vel sköpuðum okkur hellinga af færum, margar flottar sóknir. Það sem ég er ánægður með í dag er hvað við nýttum okkur vel veikleika Keflavíkurliðsins varnarlega. Ég er bara mjög sáttur við strákana í dag, þeir unnu vel fyrir sigrinum. Og við förum brosandi heim, eins og alltaf", Sagði Þórður kátur eftir góðann sigur. Guðmundur Steinarsson: Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkurMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson"Það var einhver doði yfir liðinu fyrsta hálftímann og þeir refsa okkur með tveimur mörkum, sem gefur þeim þægilega forystu og þeir ná að halda okkur í svona ákveðinni fjarlægð eftir það. Það fer náttúrulega gífurlega orka í það að vinna það upp og þriðja markið þeirra gerir útslagið fyrir okkur, þá er þetta orðið erfitt lítið eftir og svona, það drepur okkur," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur. "Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur við mætum í leik þar sem allir eru á útopnu og svo leikinn á eftir þar sem menn eru ekki alveg eins klókir að vinna saman, en við þurfum að fara að ná aðeins meiri stöðuleika til að fara að kroppa fleiri stig. Við þurfum að ná inn fleiri stigum í skítaleikjunum, við erum með þokkalega reynslu í liðinu og þurfum að reyna taka stig úr þessum leikjum og reyna að finna einhver klókindi þegar menn eru ekki alveg gíraðir inn í þetta, toppliðin eru með þetta á hreinu," sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí. Dean Edward Martin og Einar Logi Einarsson komu Skagamönnum í 2-0 á fyrstu 23 mínútunum en Jóhann Birnir Guðmundsson minnkaði muninn á 37. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson kom Skagamönnum í 3-1 út vítaspyrnu á 64. mínútu og þannig var staðan þar til að Jóhann Birnir skoraði lokamark leiksins í uppbótartíma. Skagamenn gerðu góða ferð til Keflavíkur í kvöld og unnu nokkuð sanngjarnan 2-3 vinnusigur á heimamönnum í Keflavík. Með sigrinum fara Skagamenn upp í 4. sæti deildarinnar með 24 stig en Keflvíkingar eru í 7. sætinu með 21 stig. Skagamenn hófu leikinn með miklum látum og skoruðu fyrsta markið strax á 5. mínútu leiksins þegar Dean Martin kom boltanum í markið eftir þunga sókn Skagamanna. Yfirburðir Skagamanna héldu áfram og þeir uppskáru annað mark á 23. mínútu þegar Einar Logi Einarsson skoraði gott mark, þá barst boltinn til Einars eftir klafs í vítateig Keflvíkinga í kjölfar hornspyrnu. Eftir markið virtust Keflvíkingar hressast og náðu að vinna sig inn í leikinn og minnka muninn á 37. mínútu þegar Jóhann Birnir sett boltann í net Skagamanna úr markteignum eftir frábærann undirbúning Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn líkt og þeir luku þeim fyrri og voru ívið sterkari aðilinn framan af en það voru hins vegar Skagamenn sem skoruðu á 64. mínútu þegar Jóhannes Karl skoraði úr vítaspyrnu. Haraldur Freyr braut þá á Garðari Gunnlaugssyni sem var búinn að leika á Harald og var kominn í ákjósanlegt færi í miðjum vítateig Keflvíkinga einn gegn Ómari, Haraldur mátti prísa sig sælann að sleppa við spjaldið þar. Eftir þetta sigldu Skagamenn sigrinum nokkuð þægilega í höfn þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi náð að minnka muninn undir blá lokin og hleypa örlítilli spennu í loka mínúturnar. Heilt yfir nokkuð sanngjarn vinnusigur Skagamanna í kvöld sem hleypir þeim upp í 4. sæti deildarinnar og heldur möguleikum þeirra á Evrópu sæti ennþá opnum. Keflvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi í undanförnum leikjum og halda áfram að sigla lygnan sjó um miðja deild. Zoran: Varnarleikur liðsins var mjög slakur í dag"Mér fannst við koma mjög illa inn í leikinn. Við vorum ekki tilbúnir og vorum undir í baráttunni, þeir voru að vinna alla seinni bolta og voru mikið fljótari og refsuðu fyrir okkar mistök. Eftir hálftíma komumst við loksins í gang og skorum mark og náum upp betri leik. Svo í seinni hálfleik byrjum við ágætlega og erum að stjórna leiknum en gerum þvílík mistök í vorninni og fáum á okkur mark, eftir það var þetta mjög erfitt, eiginlega bara búið og þetta var bara sanngjarn sigur," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur "Varnarleikur liðsins var mjög slakur í dag og við verðum að fara yfir hann, þetta má ekki gerast aftur. Menn vildu meira úr þessu leik en okkur vantar þolinmæði, sérstaklega varnarlega. Við vorum að opna okkur allt of mikið og menn ekki að skila sér nógu fljótt til baka og þeir bara refsuðu okkur," sagði Zoran. Jóhannes Karl: Ætlum að vera með í baráttunni um EvrópusætinMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson"Þetta var algjörlega það sem við lögðum upp með í dag að mæta mjög sterkir til leiks, við ætluðum að vera þéttir til baka og loka svæðum fyrir Keflvíkinga. Við höfum séð það í sumar að þeir eru að spila mjög vel og skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Þannig að við vildum reyna að loka á Jóa og Gumma Steinars og það tókst, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við líka hættulegir fram á við og náðum að skapa ágætis sóknir sem við náðum að nýta líka," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna. "Það var frábært að komast 2-0 yfir svona snemma í leiknum og ná mikilli forystu með því, en þeir sýndu líka að þegar við misstum boltann hátt á vellinum hvað þeir eru hættulegir í skyndisóknum og skoruðu ágætt mark. En fyrir utan það fannst mér þeir ekki skapa nein færi í fyrri hálfleik, þannig að staðan í hálfleik var kannski sanngjörn". "Við byrjuðum mótið vel en lentum svo í smá lægð en höfum verið sterkir í síðustu leikjum og ætlum algjörlega að keyra á það að vera með í baráttu um evrópusæti," sagði Jóhannes um baráttuna um Evrópusætin. Þórður Þórðarson: Ánægður með liðið í dag"Ég er ánægður með liðið í dag, þeir stóðu sig virkilega vel. Fyrsta hálftímann fannst mér við vera með yfirburði á vellinum en duttum svo aðeins niður síðasta korterið og hleyptum þeim inn í leikinn að óþörfu. En svo fannst mér við spila bara nokkuð solid seinni hálfleik. Eftir að við skorum úr vítinu þá var ekki aftur snúið, þeir áttu ekki séns eftir það," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. "Ég er mjög ánægður með liðið í dag við vorum að spila virkilega vel sköpuðum okkur hellinga af færum, margar flottar sóknir. Það sem ég er ánægður með í dag er hvað við nýttum okkur vel veikleika Keflavíkurliðsins varnarlega. Ég er bara mjög sáttur við strákana í dag, þeir unnu vel fyrir sigrinum. Og við förum brosandi heim, eins og alltaf", Sagði Þórður kátur eftir góðann sigur. Guðmundur Steinarsson: Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkurMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson"Það var einhver doði yfir liðinu fyrsta hálftímann og þeir refsa okkur með tveimur mörkum, sem gefur þeim þægilega forystu og þeir ná að halda okkur í svona ákveðinni fjarlægð eftir það. Það fer náttúrulega gífurlega orka í það að vinna það upp og þriðja markið þeirra gerir útslagið fyrir okkur, þá er þetta orðið erfitt lítið eftir og svona, það drepur okkur," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur. "Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur við mætum í leik þar sem allir eru á útopnu og svo leikinn á eftir þar sem menn eru ekki alveg eins klókir að vinna saman, en við þurfum að fara að ná aðeins meiri stöðuleika til að fara að kroppa fleiri stig. Við þurfum að ná inn fleiri stigum í skítaleikjunum, við erum með þokkalega reynslu í liðinu og þurfum að reyna taka stig úr þessum leikjum og reyna að finna einhver klókindi þegar menn eru ekki alveg gíraðir inn í þetta, toppliðin eru með þetta á hreinu," sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira