Enski boltinn

Villas-Boas óttast ekki um starf sitt

Villas-Boas á hliðarlínunni í dag.
Villas-Boas á hliðarlínunni í dag.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að hvorki starf hans né tímabil Chelsea sé undir í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli. Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Birmingham í enska bikarnum í dag.

"Það er ekki allt undir gegn Napoli. Það er síðan ekki mitt að taka ákvörðun um mína framtíð. Það þarf að spyrja rétta menn um það," sagði Villas-Boas í dag.

Chelsea átti skelfilegan leik í dag og virðist Villas-Boas ganga afar illa að blása lífi í leik liðsins.

"Við vorum alls ekki nógu góðir. Skárri í síðari hálfleik en ekki nógu góðir til þess að klára leikinn. Það er ekki ásættanlegt að gera jafntefli við lið í deild fyrir neðan okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×